Skoðun

Opið bréf til Skúla Helga­sonar og Dags B. Eggerts­sonar

Lydía Dögg Egilsdóttir skrifar
Opið bréf til Skúla Helgasonar, formann skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra ReykjavíkurGóðan dagÉg vil hér með leggja fram opinbera kvörtun, ábendingu og leita svara við, hvers vegna er mismunað börnum og foreldreldrum/forráðamönnum þeirra sem eru hjá dagforeldrum og þeim sem eru á ungbarnadeildum í leikskólum Reykljavíkurborgar. Nýlega hafa verið opnaðar deildir fyrir yngstu börnin í nokkrum leikskólum borgarinnar en þangað komast ekki öll börn inn þrátt fyrir réttan aldur sem opnað hefur verið fyrir, vegna plássleysis eins og vitað er. Þeir foreldrar/forráðamenn sem eiga börn seinna á árinu og þurfa á daggæslu að halda þurfa að reiða sig á dagforeldra.Ójafnréttið liggur í niðurgreiðslum Reykjavíkurborgar á gjöldum til þessara misnumandi aðila. Barn í leikskóla fær meiri niðurgreiðslu á en barn á sama aldri sem er hjá dagmömmu. Hvers vegna?Hér er mitt dæmi:Ég og maðurinn minn eigum barn sem er 15 mánaða, fætt í september 2018 og erum við fjölskyldan íbúar í Grafarholti. Barnið mitt kemst ekki inn í leikskólan fyrr en eftir 2 ára aldur sem er eftir haust 2020 vegna plássleysis.Reiknisdæmi mitt:

Upplýsingar um niðurgreiðslur dagforeldragjalda.Ef barnið mitt væri á leikskóla myndi það muna okkur um 49.037 kr á mánuði. Við fáum svo einhvern systkinaafslátt af gjöldum eldra barnsins okkar þar sem við eigum tvö börn á leikskólaaldri. En þá má líka taka inn í reikningsdæmið að við fáum aftur á móti engar barnabætur þar sem við maðurinn minn erum bæði vinnandi fólk á meðal launum og of hátt launuð samkvæmt barnabótakerfi Íslands.

Upplýsingar um leikskólagjöld Reykjavíkurborgar.Hvers vegna er okkur, sem komumst ekki inn á leikskóla, mismunað svona mikið? Hvers vegna fáum við ekki hærri niðurgreiðslu í samræmi við það sem börn sem komast inn á leikskóla fá?Önnur bæjarfélög hafa tekist að finna lausnir, af hverju ekki Reykjavíkurborg? Til dæmis:Hafnarfjörður https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/stjornsyslan/gjaldskrar/#leikskolar, Mosfellsbær https://www.mos.is/stjornkerfi/fjarmal/gjaldskrar/mennta-og-uppeldismal-og-fristundir/Með von um einhver svör eða viðbrögð,Kveðja,Lydía Dögg EgilsdóttirHöfundur er móðir.
Skoðun

Skoðun

Tvíefld

Þorbjörg Þorvaldsdóttir,Edda Sigurðardóttir skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.