Tónlist

Sjáðu hvað þú hlustaðir mest á síðastliðið ár og áratug

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það eru margir að skoða þetta akkúrat núna.
Það eru margir að skoða þetta akkúrat núna.
Eins og á hverju ári er hægt að nálgast þinn eigin spilunarlista á Spotify þar sem hægt er að sjá hvað þú sem notandi hlustaðir mest á síðastliðið ár.

Hægt er að nálgast þína eigin samantekt hér en einnig ætti að birtast hnappur efst í Spotify smáforritinu hjá notendum þess í dag.

Spotify var stofnað árið 2010 og geta þeir sem hafa verið með frá byrjun séð hvað þeir hlustaðu mest á síðastliðinn áratug. Uppáhalds lag og listamaður á hverju ári. Einnig er hægt að sjá hvaða listamann þú hlustaðir mest á samanlagt frá því þú byrjaðir á Spotify.

Það sem hægt er að sjá á miðlinum fyrir síðastliðið ár er uppáhalds listamaður, uppáhalds lag, hvað þú hlustaðir á eftir árstíðum og margt fleira.

Þetta er hægt að sjá með því að fara inn á þessa vefsíðu.

Hér að neðan má heyra lagið bad guy með Billie Eilish, en því var næstoftast streymt af öllum lögum á Spotify árið 2019. Plötu hennar, WHEN WE ALL FALL ASLEEP, WHERE DO WE GO?, var jafnframt oftast streymt af öllum plötum á Spotify árið 2019.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×