Tónlist

Sjáðu hvað þú hlustaðir mest á síðastliðið ár og áratug

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það eru margir að skoða þetta akkúrat núna.
Það eru margir að skoða þetta akkúrat núna.

Eins og á hverju ári er hægt að nálgast þinn eigin spilunarlista á Spotify þar sem hægt er að sjá hvað þú sem notandi hlustaðir mest á síðastliðið ár.

Hægt er að nálgast þína eigin samantekt hér en einnig ætti að birtast hnappur efst í Spotify smáforritinu hjá notendum þess í dag.

Spotify var stofnað árið 2010 og geta þeir sem hafa verið með frá byrjun séð hvað þeir hlustaðu mest á síðastliðinn áratug. Uppáhalds lag og listamaður á hverju ári. Einnig er hægt að sjá hvaða listamann þú hlustaðir mest á samanlagt frá því þú byrjaðir á Spotify.

Það sem hægt er að sjá á miðlinum fyrir síðastliðið ár er uppáhalds listamaður, uppáhalds lag, hvað þú hlustaðir á eftir árstíðum og margt fleira.

Þetta er hægt að sjá með því að fara inn á þessa vefsíðu.

Hér að neðan má heyra lagið bad guy með Billie Eilish, en því var næstoftast streymt af öllum lögum á Spotify árið 2019. Plötu hennar, WHEN WE ALL FALL ASLEEP, WHERE DO WE GO?, var jafnframt oftast streymt af öllum plötum á Spotify árið 2019.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.