Sama hvaðan gott kemur? Sýnum góða starfshætti í loftslagsaðgerðum Bergur Sigfússon, Edda Sif Pind Aradóttir og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Sigurður Reynir Gíslason skrifa 6. desember 2019 14:00 Á dögunum kynnti Landsvirkjun fyrirætlanir félagsins um að draga úr losun koltvíoxíðs (CO2) frá Kröfluvirkjun með föngun þess, niðurdælingu og förgun. Því fögnum við og óskum Landsvirkjun til hamingju með að hafa stigið þetta stóra skref. Það er mikilvægt að grípa hratt og vel til stórtækra aðgerða til að draga úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda með tæknilausnum samhliða því að horfa til annarra atriða, svo sem orkuskipta í samgöngum, endurheimtar votlendis, kolefnisbindingar í gróðri - að ógleymdri minni neyslu. Landsvirkjun bætist hér í lið með Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur beitt CarbFix aðferðinni til að fanga og dæla niður CO2 frá Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2014. Á komandi árum stendur til að stórauka þau umsvif til að markmið um kolefnishlutleysi náist. Allt frá árinu 2006 hafa Orkuveita Reykjavíkur og Háskóli Íslands átt samstarf við innlenda og erlenda háskóla, vísindastofnanir og verkfræðistofur við þróun CarbFix aðferðarinnar, sem felur í sér að fanga CO2 úr jarðhitagufu í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið. Vatni með uppleystu CO2 – nokkurs konar sódavatni - er svo dælt ofan í berglög þar sem náttúrleg ferli taka við og umbreyta uppleysta koltvíoxíðinu í grjót. Gróft áætlað hefur um hundrað ársverkum vísindafólks, iðnaðar- og tæknifólks auk annars samstarfsfólks og hátt í fjórum milljörðum íslenskra króna verið varið í rannsóknir og nýsköpun undir merkjum CarbFix. Hátt í hundrað ritrýndar vísindagreinar hafa verið birtar um þessar rannsóknir og tæknin er í alþjóðlegu einkaleyfaferli. Þrettán nemar hafa lokið doktorsprófi með rannsóknum tengdum verkefninu, flestir frá Háskóla Íslands. Landsvirkjun virðist ætla að beita CarbFix aðferðinni í Kröflu. Það er klókt enda er þetta raunprófaða, íslenska hugverk í senn hagkvæmt og umhverfisvænt og leiðir til varanlegrar bindingar CO2 í bergi. Okkur finnst hinsvegar miður að Landsvirkjun nefni hvergi uppruna aðferðarinnar í kynningarefni um áform sín og þá gríðarmiklu nýsköpun sem þegar hefur farið fram þó að aðlaga þurfi aðferðina að staðháttum. Þvert á móti er gefið í skyn að um nýja aðferð sé að ræða. Hugmyndin um að nýta þetta náttúrulega ferli til kolefnisbindingar kviknaði í vísindaheiminum á 10. áratug síðustu aldar. Hugmyndin að CarbFix varð til fyrir 13 árum. Góðir starfshættir í rannsóknum og nýsköpun fela í sér að geta heimilda og uppruna aðferða. Hver skal státa af eigin fjöðrum.Höfundar eru kolefnisfargarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Á dögunum kynnti Landsvirkjun fyrirætlanir félagsins um að draga úr losun koltvíoxíðs (CO2) frá Kröfluvirkjun með föngun þess, niðurdælingu og förgun. Því fögnum við og óskum Landsvirkjun til hamingju með að hafa stigið þetta stóra skref. Það er mikilvægt að grípa hratt og vel til stórtækra aðgerða til að draga úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda með tæknilausnum samhliða því að horfa til annarra atriða, svo sem orkuskipta í samgöngum, endurheimtar votlendis, kolefnisbindingar í gróðri - að ógleymdri minni neyslu. Landsvirkjun bætist hér í lið með Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur beitt CarbFix aðferðinni til að fanga og dæla niður CO2 frá Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2014. Á komandi árum stendur til að stórauka þau umsvif til að markmið um kolefnishlutleysi náist. Allt frá árinu 2006 hafa Orkuveita Reykjavíkur og Háskóli Íslands átt samstarf við innlenda og erlenda háskóla, vísindastofnanir og verkfræðistofur við þróun CarbFix aðferðarinnar, sem felur í sér að fanga CO2 úr jarðhitagufu í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið. Vatni með uppleystu CO2 – nokkurs konar sódavatni - er svo dælt ofan í berglög þar sem náttúrleg ferli taka við og umbreyta uppleysta koltvíoxíðinu í grjót. Gróft áætlað hefur um hundrað ársverkum vísindafólks, iðnaðar- og tæknifólks auk annars samstarfsfólks og hátt í fjórum milljörðum íslenskra króna verið varið í rannsóknir og nýsköpun undir merkjum CarbFix. Hátt í hundrað ritrýndar vísindagreinar hafa verið birtar um þessar rannsóknir og tæknin er í alþjóðlegu einkaleyfaferli. Þrettán nemar hafa lokið doktorsprófi með rannsóknum tengdum verkefninu, flestir frá Háskóla Íslands. Landsvirkjun virðist ætla að beita CarbFix aðferðinni í Kröflu. Það er klókt enda er þetta raunprófaða, íslenska hugverk í senn hagkvæmt og umhverfisvænt og leiðir til varanlegrar bindingar CO2 í bergi. Okkur finnst hinsvegar miður að Landsvirkjun nefni hvergi uppruna aðferðarinnar í kynningarefni um áform sín og þá gríðarmiklu nýsköpun sem þegar hefur farið fram þó að aðlaga þurfi aðferðina að staðháttum. Þvert á móti er gefið í skyn að um nýja aðferð sé að ræða. Hugmyndin um að nýta þetta náttúrulega ferli til kolefnisbindingar kviknaði í vísindaheiminum á 10. áratug síðustu aldar. Hugmyndin að CarbFix varð til fyrir 13 árum. Góðir starfshættir í rannsóknum og nýsköpun fela í sér að geta heimilda og uppruna aðferða. Hver skal státa af eigin fjöðrum.Höfundar eru kolefnisfargarar.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar