Körfubolti

Martin með tólf stig í naumu tapi fyrir Fenerbache

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin í leiknum í kvöld.
Martin í leiknum í kvöld. vísir/getty

Martin Hermannsson skoraði tólf stig þegar Alba Berlin tapaði fyrir Fenerbache, 107-102, í EuroLeague í körfubolta í kvöld.

Martin gaf einnig fjórar stoðsendingar í leiknum. Hann hitti úr fjórum af níu skotum sínum utan af velli og nýtti öll þrjú vítaskotin sín.

Lokamínúturnar í venjulegum leiktíma voru gríðarlega spennandi. Fenerbache var þremur stigum yfir, 88-85, þegar sjö sekúndur voru eftir.

Niels Giffey fiskaði þá villu. Hann hitti úr fyrra vítinu en klikkaði á því seinna. Rokas Giedraitis tók frákastið en skot hans geigaði. Luke Sigma tók annað sóknarfrákast, skoraði og jafnaði í 88-88. Lokaskot Fenerbache klikkaði og því þurfti að framlengja.

Martin fékk sína fimmtu villu snemma í framlengingunni. Þar reyndust Tyrkirnir sterkari aðilinn og unnu á endanum fimm stiga sigur, 107-102.

Alba Berlin er í 14. sæti EuroLeague með fjóra sigra og átta töp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.