Körfubolti

Martin með tólf stig í naumu tapi fyrir Fenerbache

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin í leiknum í kvöld.
Martin í leiknum í kvöld. vísir/getty
Martin Hermannsson skoraði tólf stig þegar Alba Berlin tapaði fyrir Fenerbache, 107-102, í EuroLeague í körfubolta í kvöld.Martin gaf einnig fjórar stoðsendingar í leiknum. Hann hitti úr fjórum af níu skotum sínum utan af velli og nýtti öll þrjú vítaskotin sín.Lokamínúturnar í venjulegum leiktíma voru gríðarlega spennandi. Fenerbache var þremur stigum yfir, 88-85, þegar sjö sekúndur voru eftir.Niels Giffey fiskaði þá villu. Hann hitti úr fyrra vítinu en klikkaði á því seinna. Rokas Giedraitis tók frákastið en skot hans geigaði. Luke Sigma tók annað sóknarfrákast, skoraði og jafnaði í 88-88. Lokaskot Fenerbache klikkaði og því þurfti að framlengja.Martin fékk sína fimmtu villu snemma í framlengingunni. Þar reyndust Tyrkirnir sterkari aðilinn og unnu á endanum fimm stiga sigur, 107-102.Alba Berlin er í 14. sæti EuroLeague með fjóra sigra og átta töp.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.