Handbolti

Haukakonur gerðu góða ferð til Akureyrar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sara Odden öflug á Akureyri í dag.
Sara Odden öflug á Akureyri í dag. vísir/bára

Haukar unnu mikilvægan sigur á KA/Þór í Olís-deild kvenna í handbolta í dag þegar liðin áttust við á Akureyri.

Leikurinn var jafn framan af og í leikhléi höfðu gestirnir eins marks forystu, 13-14. Í síðari hálfleik tóku Haukakonur svo öll völd á vellinum og tryggðu sér að lokum sex marka sigur, 21-27.

Markaskorun Hauka dreifðist vel þar sem fimm leikmenn skoruðu fjögur mörk eða meira en atkvæðamestar voru þær Sara Odden og Ragnheiður Ragnarsdóttir með 5 mörk hvor.

Katrín Vilhjálmsdóttir var atkvæðamest Akureyrarliðsins með 5 mörk. 

Úrslitin þýða að einu stigi munar á liðunum í deildinni; KA/Þór í 5.sæti en Haukar í því sjöttaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.