Handbolti

Haukakonur gerðu góða ferð til Akureyrar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sara Odden öflug á Akureyri í dag.
Sara Odden öflug á Akureyri í dag. vísir/bára
Haukar unnu mikilvægan sigur á KA/Þór í Olís-deild kvenna í handbolta í dag þegar liðin áttust við á Akureyri.Leikurinn var jafn framan af og í leikhléi höfðu gestirnir eins marks forystu, 13-14. Í síðari hálfleik tóku Haukakonur svo öll völd á vellinum og tryggðu sér að lokum sex marka sigur, 21-27.Markaskorun Hauka dreifðist vel þar sem fimm leikmenn skoruðu fjögur mörk eða meira en atkvæðamestar voru þær Sara Odden og Ragnheiður Ragnarsdóttir með 5 mörk hvor.Katrín Vilhjálmsdóttir var atkvæðamest Akureyrarliðsins með 5 mörk. Úrslitin þýða að einu stigi munar á liðunum í deildinni; KA/Þór í 5.sæti en Haukar í því sjötta

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.