Lífið

Fegurðardrottning og forstöðumaður Zuism fundu ástina

Andri Eysteinsson skrifar
Eitt nýjasta par landsins eru þau Katrín Lea Elenudóttir og Ágúst Arnar Ágústsson.
Eitt nýjasta par landsins eru þau Katrín Lea Elenudóttir og Ágúst Arnar Ágústsson. Vísir/Vilhelm Instagram/agustarnar
Eitt nýjasta par landsins eru þau Katrín Lea Elenudóttir og Ágúst Arnar Ágústsson. Bæði hafa þau verið mikið í fjölmiðlum undanfarin ár en þó af ólíkum ástæðum.

Katrín Lea var í ágúst 2018 krýnd Miss Universe Iceland og öðlaðist þar þátttökurétt í Miss Universe keppninni sem fram fór í Bangkok í desember 2018. Ágúst er hins vegar einn Kickstarter-bræðra og er forstöðumaður trúfélags Zuism hér á landi.

Ágúst birtir á Instagramsíðu sinni mynd af parinu klæddu í Peaky Blinders þema. Skrifar hann við myndina þekkta tilvitnun í þættina. „Men always tell their troubles to a barmaid.“

 
 
 
View this post on Instagram
“Men always tell their troubles to a barmaid”

A post shared by Ágúst Arnar Ágústsson (@agustarnar) on Dec 7, 2019 at 2:01pm PST

Katrín Lea sem er tvítug var þriðji gestur Einkalífsins á Vísi skömmu eftir sigurinn í Miss Universe Iceland. Ræddi hún þar barnæsku sína í Rússlandi og hvernig henni var tekið hér á Íslandi. Sjá má þáttinn hér að neðan.

Mikið hefur verið fjallað um málefnis trúfélagsins Zuism á Vísi. Leynd hefur ríkt yfir fjárreiðum félagsins en forstöðumaður þess, Ágúst Arnar, hefur lofað félögum endurgreiðslum á sóknargjöldum.

Ágúst og bróðir hans, Einar, hafa saman verið kallaðir Kickstarter-bræður vegna safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Ein slík söfnun var stöðvuð í tengslum við löggæslurannsókn á sínum tíma.

Stendur nú yfir rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum trúfélagsins sem Ágúst er í forsvari fyrir.


Tengdar fréttir

Héraðssaksóknari rannsakar fjárreiður Zuism

Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×