Handbolti

Alexander hjálpaði Löwen á toppinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petersson var í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar lið hans, Rhein-Neckar Löwen fékk Göppingen í heimsókn.Alexander nýtti annað af tveimur skotum sínum í leiknum og hjálpaði Löwen að innbyrða sjö marka sigur, 21-28. Rhein Neckar-Löwen er þjálfað af Kristjáni Andréssyni.Liðið er með jafnmörg stig og Kiel og Flensburg á toppi deildarinnar.Þá unnu lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen þriggja marka sigur á Leipzig, 25-22 á meðan lærisveinar Geirs Sveinssonar í Nordhorn biðu lægri hlut fyrir Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.