Handbolti

Alexander hjálpaði Löwen á toppinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petersson var í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar lið hans, Rhein-Neckar Löwen fékk Göppingen í heimsókn.

Alexander nýtti annað af tveimur skotum sínum í leiknum og hjálpaði Löwen að innbyrða sjö marka sigur, 21-28. Rhein Neckar-Löwen er þjálfað af Kristjáni Andréssyni.

Liðið er með jafnmörg stig og Kiel og Flensburg á toppi deildarinnar.

Þá unnu lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen þriggja marka sigur á Leipzig, 25-22 á meðan lærisveinar Geirs Sveinssonar í Nordhorn biðu lægri hlut fyrir Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.