Handbolti

Aron Rafn lokaði rammanum í stórsigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Rafn í leik með ÍBV síðasta vetur.
Aron Rafn í leik með ÍBV síðasta vetur. vísir/ernir

Handboltamarkvörðurinn stóri og stæðilegi, Aron Rafn Eðvarðsson, var í eldlínunni með liði sínu HSV Hamburg í þýsku B-deildinni í dag þegar liðið fékk Emsdetten í heimsókn.

Skemmst er frá því að segja að heimamenn burstuðu andstæðinga sína en leiknum lauk með 20 marka sigri HSV, 37-17, eftir að staðan í leikhléi var 17-8.

Rótburst og átti Aron sinn þátt í því en hann varði 10 skot í leiknum á þeim 43 mínútum sem hann spilaði og skilaði 45% markvörslu.

HSV í 6.sæti deildarinnar en 18 lið leika í þýsku B-deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.