Bílar

Lewis Hamilton prófar Mercedes-AMG One

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton og Mercedes-AMG One
Lewis Hamilton og Mercedes-AMG One Skjáskot
Mercedes-AMG One últrabíllinn hefur reynst erfiðari í smíðum en gert var ráð fyrir. Miðað við prófanirnar í myndbandinu þá er hann biðarinnar virði.

Teymið að baki Mercedes-AMG One stendur nú í brautarprófunum á bílnum. Prófanirnar snúast um að gera vélina, 1,6 lítra V6 úr Formúlu 1 bíl Mercedes til aksturshæfa fyrir almúgann. Lewis Hamilton, nýkrýndur sexfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 leit við á dögunum.

Í lausagangi gengur vélin á 5000 snúningum í Formúlu 1 bílnum. Venjulega er þessi vél ræst með utanaðkomandi startmótor. Auk þess sem utanáliggjandi vatnsdælur hita hana upp í nokkra klukkutíma áður en hún er ræst. Sá munaður er ekki í boði þegar kemur að bíl sem þarf að geta virkað á teymis verkfræðinga, á götum úti.

Það þarf því að leysa ýmis vandamál, en Hamilton segir bílinn hljóma eins og Formúlu 1 bíl þegar setið er í honum.


Tengdar fréttir

Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili

Lewis Hamilton vann yfirburðasigur í formúlu eitt á þessu tímabili en hann var löngu búinn að tryggja sér sigurinn áður en kom að síðustu keppninni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Arnar Björnsson skoðaði endapunktinn á ótrúlegu tímabili breska heimsmeistarans.






×