Bílar

Lewis Hamilton prófar Mercedes-AMG One

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton og Mercedes-AMG One
Lewis Hamilton og Mercedes-AMG One Skjáskot

Mercedes-AMG One últrabíllinn hefur reynst erfiðari í smíðum en gert var ráð fyrir. Miðað við prófanirnar í myndbandinu þá er hann biðarinnar virði.

Teymið að baki Mercedes-AMG One stendur nú í brautarprófunum á bílnum. Prófanirnar snúast um að gera vélina, 1,6 lítra V6 úr Formúlu 1 bíl Mercedes til aksturshæfa fyrir almúgann. Lewis Hamilton, nýkrýndur sexfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 leit við á dögunum.

Í lausagangi gengur vélin á 5000 snúningum í Formúlu 1 bílnum. Venjulega er þessi vél ræst með utanaðkomandi startmótor. Auk þess sem utanáliggjandi vatnsdælur hita hana upp í nokkra klukkutíma áður en hún er ræst. Sá munaður er ekki í boði þegar kemur að bíl sem þarf að geta virkað á teymis verkfræðinga, á götum úti.

Það þarf því að leysa ýmis vandamál, en Hamilton segir bílinn hljóma eins og Formúlu 1 bíl þegar setið er í honum.


Tengdar fréttir

Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili

Lewis Hamilton vann yfirburðasigur í formúlu eitt á þessu tímabili en hann var löngu búinn að tryggja sér sigurinn áður en kom að síðustu keppninni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Arnar Björnsson skoðaði endapunktinn á ótrúlegu tímabili breska heimsmeistarans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.