Lífið

Leikari úr Star Trek og Boston Legal fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Persónan Odo í Star Trek: Deep Space Nine.
Persónan Odo í Star Trek: Deep Space Nine.

Bandaríski leikarinn René Auberjonois, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Boston Legal og Star Trek: Deep Space Nine, er látinn, 79 ára að aldri. Hann andaðist á heimili sínu í Los Angeles eftir baráttu við lungnakrabbamein.

Sonur Auberjonois, Rèmy-Luc, staðfestir þetta í samtali við AP.

Auberjonois kom fram í fjölda sjónvarpsþátta og lék til að mynda persónuna Paul Lewiston í 71 þætti af Boston Legal og persónuna Clayton Runnymede Endicott III í þáttaröðinni Benson. Hann hlaut tilnefningu til Emmy-verðlauna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Benson-þáttunum árið 1984.

René Auberjonois fór með hlutverk Odo í Star Trek: Deep Space Nine. Getty

Þá fór hann með hlutverk Odo í Star Trek: Deep Space Nine og dómarans Mantz í þáttunum The Practice. Hann hlaut aftur Emmy-tilnefningu fyrir frammistöðuna í The Practice árið 2001.

Í frétt Variety segir að René Auberjonois hafi einnig komið fram í þáttum á borð við Murder, She WroteL.A. LawStargate SG-1Frasier og It’s Always Sunny in Philadelphia.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.