Handbolti

Bjarki Már í liði umferðarinnar og með góða forystu í baráttunni um markakóngstitilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már er markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni.
Bjarki Már er markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni. vísir/getty

Bjarki Már Elísson er í liði 16. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar fyrir frammistöðu sína í sigri Lemgo á Nordhorn-Lingen, 24-29, í gær.

Bjarki skoraði ellefu mörk og var markahæstur á vellinum.

Íslenski landsliðsmaðurinn er markahæstur í þýsku deildinni með 122 mörk, níu mörkum meira en Uwe Gensheimer (Rhein-Neckar Löwen) og Hans Lindberg (Füchse Berlin).

Bjarki hefur leikið frábærlega með Lemgo eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Füchse Berlin í sumar. Hann hefur leikið í Þýskalandi síðan 2013, fyrst með Eisenach, svo Füchse Berlin og loks Lemgo.

Auk Bjarka er samherji hans hjá Lemgo, hægri hornamaðurinn Bobby Schagen, í liði 16. umferðar þýsku deildarinnar.

Lemgo er í 16. sæti deildarinnar með tíu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.