Handbolti

Sportpakkinn: Fyrstu sigur HK í efstu deild í 56 mánuði

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Davíð Svansson var hetja HK í nýliðaslagnum.
Davíð Svansson var hetja HK í nýliðaslagnum. vísir/daníel

HK hafði betur í nýliðaslag Olís deildar karla í handbolta í gær er liðið lagði Fjölni að velli í Grafarvogi. Þetta var fyrsti sigur HK á tímabilinu og þeirra fyrstu stig í efstu deild karla síðan í mars mánuði 2015.

„Við komumst yfir allar hindranirnar án þess að fara á taugum. Við förum ekkert að skjóta upp flugeldum í Kópavogi í kvöld, en þetta eru tvö stig og ég er ógeðslega ánægður með strákana“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK

Pétur Árni Hauksson og Jóhann Birgir Ingvarsson, leikmenn HK, fóru fyrir sínu liði sóknarlega, en saman skoruðu þeir 16 mörk og voru með 16 stoðsendingar. Heimamenn gáfust ekki upp og áttu góða endurkomu í seinni hálfleik þegar þeir jöfnuðu leikinn, 26-26. Loka mínúturnar urðu æsi spennandi, HK leiddi með einu marki þegar innan við mínúta var eftir af leiknum.

Davíð Svansson reyndist hetja HK þegar hann varði tvívegis og tryggði þar HK fyrsta sigurinn á tímabilinu og fyrstu stig HK.

„það er svo gott að losna við þennan bagga, hvort við séum með stig eða ekki og getum þá farið að hugsa meira um handbolta“ sagði Davíð, HK þakkar honum sitt framlag í leiknum, hann varði 21 bolta og átti stóran þátt í þeirra sigri.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Fyrsti sigur HK í efstu deild síðan 2015

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×