Grafarvogur tilraunahverfi skólasameininga Marta Guðjónsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 08:30 Ekki eru ýkja mörg ár liðin frá því ráðist var í miklar sameiningar skóla í hverfinu sem ollu miklu miklu fjaðrafoki en það var árið 2012. Mikil óvissa og ringulreið skapaðist í skólastarfinu í aðdraganda þeirra róttæku breytinga sem áttu sér stað þá. Þær skólasameiningarnar voru keyrðar í gegn þrátt fyrir mikla andstöðu og varnaðarorð skólasamfélagsins alls, starfsmanna skólanna, fræðimanna í menntamálum, samtökum foreldra og skóla og síðast en ekki síst þeirra 12.000 foreldra sem skrifuðu undir mótmæli við þeim á einungis örfáum dögum. Úttekt fékk falleinkunn Gerð var ítarleg óháð úttekt á þessum sameiningum af ráðgjafafyrirtækinu Intellecta sem staðfesti svo ekki verði um villst að varnaðarorð og gagnrýni á sameiningarnar áttu fullan rétt á sér. Í skemmstu máli fékk sameiningarferlið, undirbúningur og framkvæmd verksins falleinkunn í úttektinni. Viðhorf starfsmanna skólanna til samráðs í þessu ferli lýsti sér best í því að mikill meirihluti þeirra taldi að búið hafi verið að taka ákvarðanir um sameiningarnar áður en samráðsferlið hófst og því hafi ekki verið um raunverulegt samráð að ræða heldur sýndarsamráð. Gömul saga og ný Því miður er sama sagan að endurtaka sig nú. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri sameiningum. Nú aðeins örfáum árum eftir misheppnaðar fyrri skólasameiningar á að keyra í gegn breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi, þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra, nemenda og starfsfólks. Sama samráðsleysið er nú uppi á teningnum og um sama sýndarsamráðið er að ræða enn og aftur. Ekkert raunverulegt samráð hefur átt sér stað sem staðfestist í athugasemdum foreldrafélaga og öllum þeim tölvupóstum sem okkur kjörnum fulltrúum hefur borist. Nemendur hafa auk þess bent á að lýðræðisleg aðkoma þeirra að málinu sé ekki virt enda sá einn nemandi sig knúinn til að stíga fram í fjölmiðlum og tjá sín sjónarmið þar. Ekki hefur heldur verið hlustað á þær lausnir sem minnihlutinn í borgarstjórn hefur lagt fram til að koma í veg fyrir lokun Korpuskóla. Við höfum lagt fram ýmsar tillögur í þeim efnum s.s. samrekstur leik- og grunnskóla, fjölgun árganga í skólanum og síðast en ekki síst að þétta byggð í Staðahverfi til að fjölga íbúum hverfisins þannig að þeir innviðir sem til staðar eru nýtist betur og hægt verði að tryggja stöðugleika í skólahaldi í hverfinu til framtíðar. Til samanburðar var Úlfarsárdalur stækkaður til að tryggja sjálfbærni og nauðsynlegan nemendafjölda í skólanum, það sama hefði auðvitað átt gilda um Staðahverfið. Staðarhverfi ekki lengur sjálfbært Ein af megináherslum aðalskipulagsins er sjálfbærni hverfa, einn stærsti þátturinn í því er að þar sé öll nauðsynleg þjónusta til staðar. Skólar og leikskólar spila þar eitt stærsta hlutverkið. Ljóst er að með lokun Korpuskóla er farið gegn meginmarkmiðum aðalskipulagsins um sjálfbærni hverfa og þar af leiðandi getur Staðahverfi ekki talist lengur sjálfbært hverfi. Raddir íbúa skipta meirihlutann engu máli Enn og aftur neitar borgarstjórnarmeirihlutinn að hlusta á raddir íbúa með því að fella tillögu okkar, allra minnihlutaflokkanna í borgarstjórn, um að fresta tillögu að breytingum á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi og fara í víðtækt alvöru samráð við íbúa allra þeirra hverfa Grafarvogs sem ákvörðunin snertir og gefa nemendum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en endanleg ákvörðun var tekin. Hér sannast það til að meirihlutinn hefur endanlega undirstrikað að hann hefur engan lærdóm dregið af fyrri sameiningum og hefur engan áhuga á alvöru samráði heldur bara sýndarsamráði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Ekki eru ýkja mörg ár liðin frá því ráðist var í miklar sameiningar skóla í hverfinu sem ollu miklu miklu fjaðrafoki en það var árið 2012. Mikil óvissa og ringulreið skapaðist í skólastarfinu í aðdraganda þeirra róttæku breytinga sem áttu sér stað þá. Þær skólasameiningarnar voru keyrðar í gegn þrátt fyrir mikla andstöðu og varnaðarorð skólasamfélagsins alls, starfsmanna skólanna, fræðimanna í menntamálum, samtökum foreldra og skóla og síðast en ekki síst þeirra 12.000 foreldra sem skrifuðu undir mótmæli við þeim á einungis örfáum dögum. Úttekt fékk falleinkunn Gerð var ítarleg óháð úttekt á þessum sameiningum af ráðgjafafyrirtækinu Intellecta sem staðfesti svo ekki verði um villst að varnaðarorð og gagnrýni á sameiningarnar áttu fullan rétt á sér. Í skemmstu máli fékk sameiningarferlið, undirbúningur og framkvæmd verksins falleinkunn í úttektinni. Viðhorf starfsmanna skólanna til samráðs í þessu ferli lýsti sér best í því að mikill meirihluti þeirra taldi að búið hafi verið að taka ákvarðanir um sameiningarnar áður en samráðsferlið hófst og því hafi ekki verið um raunverulegt samráð að ræða heldur sýndarsamráð. Gömul saga og ný Því miður er sama sagan að endurtaka sig nú. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri sameiningum. Nú aðeins örfáum árum eftir misheppnaðar fyrri skólasameiningar á að keyra í gegn breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi, þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra, nemenda og starfsfólks. Sama samráðsleysið er nú uppi á teningnum og um sama sýndarsamráðið er að ræða enn og aftur. Ekkert raunverulegt samráð hefur átt sér stað sem staðfestist í athugasemdum foreldrafélaga og öllum þeim tölvupóstum sem okkur kjörnum fulltrúum hefur borist. Nemendur hafa auk þess bent á að lýðræðisleg aðkoma þeirra að málinu sé ekki virt enda sá einn nemandi sig knúinn til að stíga fram í fjölmiðlum og tjá sín sjónarmið þar. Ekki hefur heldur verið hlustað á þær lausnir sem minnihlutinn í borgarstjórn hefur lagt fram til að koma í veg fyrir lokun Korpuskóla. Við höfum lagt fram ýmsar tillögur í þeim efnum s.s. samrekstur leik- og grunnskóla, fjölgun árganga í skólanum og síðast en ekki síst að þétta byggð í Staðahverfi til að fjölga íbúum hverfisins þannig að þeir innviðir sem til staðar eru nýtist betur og hægt verði að tryggja stöðugleika í skólahaldi í hverfinu til framtíðar. Til samanburðar var Úlfarsárdalur stækkaður til að tryggja sjálfbærni og nauðsynlegan nemendafjölda í skólanum, það sama hefði auðvitað átt gilda um Staðahverfið. Staðarhverfi ekki lengur sjálfbært Ein af megináherslum aðalskipulagsins er sjálfbærni hverfa, einn stærsti þátturinn í því er að þar sé öll nauðsynleg þjónusta til staðar. Skólar og leikskólar spila þar eitt stærsta hlutverkið. Ljóst er að með lokun Korpuskóla er farið gegn meginmarkmiðum aðalskipulagsins um sjálfbærni hverfa og þar af leiðandi getur Staðahverfi ekki talist lengur sjálfbært hverfi. Raddir íbúa skipta meirihlutann engu máli Enn og aftur neitar borgarstjórnarmeirihlutinn að hlusta á raddir íbúa með því að fella tillögu okkar, allra minnihlutaflokkanna í borgarstjórn, um að fresta tillögu að breytingum á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi og fara í víðtækt alvöru samráð við íbúa allra þeirra hverfa Grafarvogs sem ákvörðunin snertir og gefa nemendum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en endanleg ákvörðun var tekin. Hér sannast það til að meirihlutinn hefur endanlega undirstrikað að hann hefur engan lærdóm dregið af fyrri sameiningum og hefur engan áhuga á alvöru samráði heldur bara sýndarsamráði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun