Hikandi við að leggja Play til hlutafé Hörður Ægisson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins. vísir/vilhelm Erfiðlega hefur gengið að fá innlenda fjárfesta til að leggja lággjaldaflugfélaginu Play til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé en Íslensk verðbréf (ÍV) hafa á síðustu vikum biðlað til fjárfesta um að koma að fjármögnun félagsins. Hlutabréfaverð Icelandair hækkaði um tíu prósent í nærri 350 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í gær og samkvæmt viðmælendum á fjármálamarkaði er sú hækkun rakin til þess að óvissa ríkir um hlutafjársöfnun Play en ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafi skuldbundið sig til að taka þátt í útboðinu. Forsvarsmenn ÍV hafa kynnt fjárfestinguna fyrir fjölmörgum einkafjárfestum, fyrirtækjum, einkum sem starfa í ferðaþjónustu, og sjóðastýringarfélögum og hefur verið gert ráð fyrir þeir muni eignast 50 prósenta hlut í Play á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum félagsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa fjárfestar sett sig upp á móti því að stofnendur Play eignist svo stóran hlut í flugfélaginu og þá hafa þeir sett spurningarmerki við flugrekstrarreynslu stjórnendateymisins. Viðskiptaáætlanir félagsins, sem gera meðal annars ráð fyrir því að Play verði strax farið að skila um 70 milljóna hagnaði á fyrsta fjórðungi næsta árs, þykja helst til bjartsýnar og þá hafa fjárfestar kallað eftir því að fenginn verði kjölfestueigandi að flugfélaginu í hlutafjárútboðinu. Stjórnendur Play hafa sagt að félagið hafi tryggt sér 40 milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital sem hefur sömuleiðis kauprétt að tíu prósenta hlut í Play. Til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu sem ber átta prósent vexti. Í fjárfestakynningu ÍV segir að lánsfjármögnunin virkist þegar hlutafjárins hafi verið aflað en í viðtali við ViðskiptaMoggann í síðustu viku sagði Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, að flugfélagið „þyrfti ekki 12 milljónirnar til þess að tryggja þessar 40 milljónir“. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Play greiðir átta prósent vexti af láninu Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. 13. nóvember 2019 08:00 Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá innlenda fjárfesta til að leggja lággjaldaflugfélaginu Play til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé en Íslensk verðbréf (ÍV) hafa á síðustu vikum biðlað til fjárfesta um að koma að fjármögnun félagsins. Hlutabréfaverð Icelandair hækkaði um tíu prósent í nærri 350 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í gær og samkvæmt viðmælendum á fjármálamarkaði er sú hækkun rakin til þess að óvissa ríkir um hlutafjársöfnun Play en ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafi skuldbundið sig til að taka þátt í útboðinu. Forsvarsmenn ÍV hafa kynnt fjárfestinguna fyrir fjölmörgum einkafjárfestum, fyrirtækjum, einkum sem starfa í ferðaþjónustu, og sjóðastýringarfélögum og hefur verið gert ráð fyrir þeir muni eignast 50 prósenta hlut í Play á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum félagsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa fjárfestar sett sig upp á móti því að stofnendur Play eignist svo stóran hlut í flugfélaginu og þá hafa þeir sett spurningarmerki við flugrekstrarreynslu stjórnendateymisins. Viðskiptaáætlanir félagsins, sem gera meðal annars ráð fyrir því að Play verði strax farið að skila um 70 milljóna hagnaði á fyrsta fjórðungi næsta árs, þykja helst til bjartsýnar og þá hafa fjárfestar kallað eftir því að fenginn verði kjölfestueigandi að flugfélaginu í hlutafjárútboðinu. Stjórnendur Play hafa sagt að félagið hafi tryggt sér 40 milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital sem hefur sömuleiðis kauprétt að tíu prósenta hlut í Play. Til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu sem ber átta prósent vexti. Í fjárfestakynningu ÍV segir að lánsfjármögnunin virkist þegar hlutafjárins hafi verið aflað en í viðtali við ViðskiptaMoggann í síðustu viku sagði Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, að flugfélagið „þyrfti ekki 12 milljónirnar til þess að tryggja þessar 40 milljónir“.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Play greiðir átta prósent vexti af láninu Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. 13. nóvember 2019 08:00 Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45
Play greiðir átta prósent vexti af láninu Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. 13. nóvember 2019 08:00
Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00