Körfubolti

LeBron skráði sig á spjöld sögunnar í enn einum sigri Lakers

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sögulega góður
Sögulega góður vísir/getty

Fjórir leikir voru á dagskrá NBA körfuboltans vestanhafs í nótt og eins og stundum áður eignaði LeBron James sér fyrirsagnirnar.

James skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í fimm stiga sigri Lakers á Oklahoma City Thunder, 112-107. 

Hefur þessi magnaði leikmaður nú náð þrefaldri tvennu gegn öllum 30 liðum deildarinnar og er fyrstur í körfuboltasögunni til að ná þrefaldri tvennu gegn svo mörgum liðum. Enn eitt afrekið á stórkostlegum ferli kappans.

Anthony Davis var engu að síður stigahæstur í liði Lakers með 34 stig en þetta var tólfti sigur Lakers á tímabilinu. Liðið aðeins tapað tveimur leikjum til þessa.

Úrslit næturinnar

New Orleans Pelicans 115-104 Portland Trail Blazers
Los Angeles Lakers 112-107 Oklahoma City Thunder
Sacramento Kings 120-116 Phoenix Suns
Memphis Grizzlies 95-114 Golden State Warriors

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.