Körfubolti

LeBron skráði sig á spjöld sögunnar í enn einum sigri Lakers

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sögulega góður
Sögulega góður vísir/getty
Fjórir leikir voru á dagskrá NBA körfuboltans vestanhafs í nótt og eins og stundum áður eignaði LeBron James sér fyrirsagnirnar.James skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í fimm stiga sigri Lakers á Oklahoma City Thunder, 112-107. Hefur þessi magnaði leikmaður nú náð þrefaldri tvennu gegn öllum 30 liðum deildarinnar og er fyrstur í körfuboltasögunni til að ná þrefaldri tvennu gegn svo mörgum liðum. Enn eitt afrekið á stórkostlegum ferli kappans.Anthony Davis var engu að síður stigahæstur í liði Lakers með 34 stig en þetta var tólfti sigur Lakers á tímabilinu. Liðið aðeins tapað tveimur leikjum til þessa.Úrslit næturinnarNew Orleans Pelicans 115-104 Portland Trail Blazers

Los Angeles Lakers 112-107 Oklahoma City Thunder

Sacramento Kings 120-116 Phoenix Suns

Memphis Grizzlies 95-114 Golden State Warriors

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.