Handbolti

Verður ekki áfram þrátt fyrir að hafa náð besta árangri í sögu félagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðalsteinn tók við Erlangen haustið 2017.
Aðalsteinn tók við Erlangen haustið 2017. vísir/Getty
Aðalsteinn Eyjólfsson lætur af störfum sem þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma.Við starfi Aðalsteins hjá Erlangen tekur Michael Haaß, fyrirliði liðsins.Aðalsteinn tók við Erlangen haustið 2017. Tímabilið 2017-18 endaði liðið í 13. sæti með 25 stig, ellefu stigum frá fallsæti.Á síðasta tímabili náði Erlangen svo besta árangri í sögu félagsins þegar það endaði í 9. sæti þýsku deildarinnar með 30 stig.„Við erum mjög þakklát Aðalsteini fyrir það sem hann hefur gert fyrir félagið og viljum gera vel á þessu tímabili,“ segir Rene Selke, framkvæmdastjóri Erlangen.Erlangen er í 12. sæti þýsku deildarinnar með tíu stig, fimm stigum frá fallsæti.Haaß hættir að spila með Erlangen í lok árs og tekur við U-23 ára liði félagsins þangað til í sumar. Haaß varð heimsmeistari með þýska landsliðinu 2007.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.