Matur

Piparkökubollakökur með karamellukremi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir bakaði dásamlegar bollakökur ásamt Ingibjörgu Rósu Haraldsdóttur, fimm ára dóttur sinni, fyrir þáttinn Ísland í dag. Þetta er ljúffeng uppskrift sem allir geta leikið eftir. Uppskriftina má finna hér neðar fréttinni en einnig má sjá aðferðina skref fyrir skref í myndbandinu hér að ofan.  

Mynd/Eva Laufey

Piparkökubollakökur með karamellukremi

Uppskriftin er fyrir 18-20 bollakökur250g sykur140g smjör, við stofuhita3 egg við stofuhita250 g hveiti1 tsk lyftiduft2 dl rjómi2 tsk vanilludropar1 tsk kanill½ tsk malaður negull½ tsk hvítur pipar½ tsk engifer kryddBollakökuform

 

 

Aðferð:

1. Forhitið ofninn í 180°C.2. Þeytið saman smjör og sykur í um það bil þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli.3. Sigtið saman hveiti og lyftiduft, bætið hveitiblöndunni, vanillu, rjómanum og kryddum saman við eggjablönduna og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður silkimjúk.4. Skiptið deiginu niður í bollakökuform og bakið við 180°C í 15 – 18 mínútur.5. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær krem.

Ingibjörg Rósa heillaði áhorfendur Ísland í dag upp úr skónum.Mynd/Eva Laufey

Karamellukrem230 g smjör, við stofuhita500 g flórsykur1 dl söltuð karamellusósa

 

 

Aðferð:1. Þeytið smjör og flórsykur saman í nokkrar mínútur, því lengur sem þið hrærið2. kremið því betri áferð verður á því.3. Bætið karamellusósu út í og þeytið áfram þar til kremið er silkimjúkt.4. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á kökurnar.5. Skreytið gjarnan með rósmarín greinum, piparkökumulningi, piparkökum og svolítið af flórsykri.

Mynd/Eva Laufey

Söltuð karamellusósa150 g sykur

4 msk smjör1 dl rjómiSjávarsalt á hnífsoddi

 

 

Aðferð:1. Bræðið sykur á pönnu við vægan hita, best að hafa alls ekki háan hita og fara hægt af stað.2. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við í nokkrum skömmtum.3. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er orðin þykk og fín.4. Í lokin bætið þið saltinu saman við.5. Leyfið sósunni að kólna alveg áður en þið hellið henni.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.