Handbolti

Heitur Teitur í stórsigri Kristianstad

Anton Ingi Leifsson skrifar
Teitur var flottur í kvöld.
Teitur var flottur í kvöld. vísir/getty

Kristianstad vann stórsigur á Varberg, 31-23, er liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Það var ljóst frá upphafi í hvað stefndi en heimamenn í Kristianstad voru 19-9 yfir í hálfleik.

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var góður í kvöld en hann skoraði sjö mörk. Ólafur Andrés Guðmundsson bætti við þremur mörkum.

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Savehof unnu sigur á Hallby í spennuleik, 30-29. Sigurmarkið kom rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok.

Kristianstad er komið upp að hlið Ystads í fjórða til fimmta sæti deildarinnar en Savehof er í 6. sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.