Handbolti

Bjarki heldur áfram að draga Lemgo á herðum sér

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki í leik með Lemgo.
Bjarki í leik með Lemgo. vísir/getty
Bjarki Már Elísson heldur áfram að fara á kostum í búningi Lemgo en hann var enn og aftur markahæsti leikmaður liðsins í kvöld.Bjarki Már skoraði átta mörk, þar af tvö af vítalínunni, er Lemgo tapaði 35-33 fyrir Bergrischer í Íslendingaslag.Bergrischer var 19-16 yfir í hálfleik en Ragnar Jóhannsson komst ekki á blað hjá Bergrischer. Arnór Þór Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Bergrischer vegna meiðsla.Bergrischer er með 15 stig í 9. sætinu en Lemgo er í 16. sætinu með sex stigi, stigi fyrir ofan fallsæti.Geir Sveinsson og lærisveinar hans í Nordhorn-Lingen réðu ekkert við þýsku meistaranna í Flensburg en meistararnir unnu níu marka sigur, 29-20.Flensburg er áfram á toppi deildarinnar en Nordhorn-Lingen er á botninum með tvö stig í fjórtán leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.