Handbolti

Bjarki heldur áfram að draga Lemgo á herðum sér

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki í leik með Lemgo.
Bjarki í leik með Lemgo. vísir/getty

Bjarki Már Elísson heldur áfram að fara á kostum í búningi Lemgo en hann var enn og aftur markahæsti leikmaður liðsins í kvöld.

Bjarki Már skoraði átta mörk, þar af tvö af vítalínunni, er Lemgo tapaði 35-33 fyrir Bergrischer í Íslendingaslag.

Bergrischer var 19-16 yfir í hálfleik en Ragnar Jóhannsson komst ekki á blað hjá Bergrischer. Arnór Þór Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Bergrischer vegna meiðsla.

Bergrischer er með 15 stig í 9. sætinu en Lemgo er í 16. sætinu með sex stigi, stigi fyrir ofan fallsæti.

Geir Sveinsson og lærisveinar hans í Nordhorn-Lingen réðu ekkert við þýsku meistaranna í Flensburg en meistararnir unnu níu marka sigur, 29-20.

Flensburg er áfram á toppi deildarinnar en Nordhorn-Lingen er á botninum með tvö stig í fjórtán leikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.