Viðskipti innlent

Bein útsending: Getur sýndarheimur haft meiri merkingu en raunveruleikinn?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP flytur fyrirlesturinn á ensku.
Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP flytur fyrirlesturinn á ensku.
Getur sýndarheimur haft meiri merkingu en raunveruleikinn? Þannig hljóðar yfirskriftin á fyrirlestri sem Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, heldur í Háskólanum í Reykjavík í dag. Um er að ræða klukkustundarlangan fyrirlestur sem hefst klukkan tólf. Fyrirlestrinum er streymt og má nálgast streymið hér að neðan.Yfirskrift fyrirlestursins upp á ensku er: How to build a friendship machine: The new type of human connection. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.„Við lifum og hrærumst í sítengdum veruleika sem gjörbreytir því hvernig við eigum samskipti við annað fólk. Á tímum þegar persónuleg tengsl virðast vera brothættari en oft áður má segja að tölvuleikjaiðnaðurinn sé í ákveðinni mótsögn við þá þróun. Í tölvuleikjum mótar fólk sterk vináttusambönd þrátt fyrir oft á tíðum gríðarlegar landfræðilegar vegalengdir,“ segir í kynningu HR á fyrirlestrinum.Í þessu erindi mun Hilmar V. Pétursson, forstjóri CCP, ræða um það hvernig tölvuleikir geta fært fólki aukna lífsgleði og tilgang. Ennfremur mun Hilmar fara yfir það hvernig fjöldaleikir á netinu, líkt og EVE Online, eru stórvirkir í að móta alvöru vináttusambönd sem virka fyrir samtímann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,29
114
119.233
EIM
4,2
13
67.590
BRIM
3,74
9
104.942
VIS
3,38
13
229.373
KVIKA
3,04
14
109.488

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-0,25
1
39.560
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.