Handbolti

Gunnar: Við erum ekkert að spá í því að við séum ósigraðir

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur að hafa ekki tekið bæði stigin eftir góða frammistöðu liðsins framan af í hörkuleik í Austurbergi þar sem Haukar og ÍR skyldi jöfn. 

„Ég er bara ánægður með frammistöðuna í kvöld, við vorum að koma úr mjög erfiðum bikarleik á fimmtudaginn og þetta reyndi mikið á okkur“

„Ég er svekktur að fá ekki bæði stigin og svekktur með síðustu vörnina þegar Sveinn Andri sótti vítið, við áttum að þétta betur þá. Svona er þetta bara við tökum stigið og höldum áfram“ sagði Gunnar ósáttur við það að hans menn hafi ekki staðið vörnina betur í lokasókn ÍR

„Við vorum orðnir mjög þreyttir síðustu 10 og það var farið að draga verulega af okkur. Adam Haukur var búinn í hnjánum og það auðvitað reyndi aðeins á okkur. Það var karakter að taka allvega eitt stig enn ég vildi bæði.“ sagði Gunni svekktur að hafa ekki fengið bæði stigin sem í boði voru

Haukar eru sem fyrr á toppi deildarinnar, taplausir eftir 11 umferðir. Gunnar segir að liðið sé lítið að spá í því hvort þeir séu ósigraðir 

„Ég er auðvitað ánægður með stigasöfnunina, við erum lítið að spá í því hvort við séum ósigraðir eða ekki. Við erum bara að reyna að safna þessum stigum sem í boði eru enn núna fáum við 1-2 daga til að safna kröftum fyrir laugardaginn“ 

„Þessir síðustu dagar hafa tekið mikið á okkur og þessi bikarleikur reyndist okkur erfiður, það var mikið undir og hann var okkur erfiður andlega.“ sagði Gunnar að lokum

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×