Umskurður drengja er tímaskekkja Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 08:15 Það eru ómetanleg forréttindi að fá að búa og alast upp á Íslandi við frelsi og frið. Við Íslendingar búum yfir því láni að hafa frelsi til athafna og getum verið stolt af þeim framförum sem hafa áunnist m.a. í jafnréttismálum, réttindabaráttu hinsegin fólks og réttindum barna. Þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum eigum við enn langt í land til að uppfylla ýmsar skuldbindingar sem við höfum gengist undir á alþjóðavísu til að tryggja réttindi borgaranna. Einn af þeim samningunum sem Ísland er aðili að er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem í ár fagnar 30 ára afmæli. Samningurinn var tímamótasamningur og hefur haft gríðarleg áhrif á réttarstöðu barna um allan heim. Má þar nefna bann við umskurði stúlkna sem tók gildi árið 2005 hér á landi. Hér er um að ræða aðgerðir sem gerðar voru á kynfærum stúlkubarna án þeirra samþykkis, oft á hrottalegan hátt í nafni trúar- og menningarhefða með tilheyrandi þjáningum og jafnvel dauða. Umskurður drengja er þó enn leyfilegur. Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns og getur ollið barninu bæði sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti fullorðinna til að taka óafturkræfar trúar- og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Það kann að vera svo að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Íslendingar sem upplýst þjóð, ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Drengir á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir slíku óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Þá fyrst geta Íslendingar sagt að börn á Íslandi njóti verndar í lögum gegn varanlegum líkamsaðgerðum í nafni trúar og menningarhefða. Höfundur er laganemi, stjórnarmeðlimur í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) og jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru ómetanleg forréttindi að fá að búa og alast upp á Íslandi við frelsi og frið. Við Íslendingar búum yfir því láni að hafa frelsi til athafna og getum verið stolt af þeim framförum sem hafa áunnist m.a. í jafnréttismálum, réttindabaráttu hinsegin fólks og réttindum barna. Þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum eigum við enn langt í land til að uppfylla ýmsar skuldbindingar sem við höfum gengist undir á alþjóðavísu til að tryggja réttindi borgaranna. Einn af þeim samningunum sem Ísland er aðili að er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem í ár fagnar 30 ára afmæli. Samningurinn var tímamótasamningur og hefur haft gríðarleg áhrif á réttarstöðu barna um allan heim. Má þar nefna bann við umskurði stúlkna sem tók gildi árið 2005 hér á landi. Hér er um að ræða aðgerðir sem gerðar voru á kynfærum stúlkubarna án þeirra samþykkis, oft á hrottalegan hátt í nafni trúar- og menningarhefða með tilheyrandi þjáningum og jafnvel dauða. Umskurður drengja er þó enn leyfilegur. Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns og getur ollið barninu bæði sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti fullorðinna til að taka óafturkræfar trúar- og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Það kann að vera svo að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Íslendingar sem upplýst þjóð, ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Drengir á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir slíku óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Þá fyrst geta Íslendingar sagt að börn á Íslandi njóti verndar í lögum gegn varanlegum líkamsaðgerðum í nafni trúar og menningarhefða. Höfundur er laganemi, stjórnarmeðlimur í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) og jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ).
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar