Tilhlökkun en enginn kvíði Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 27. nóvember 2019 18:00 Sturla hefur skorað 66 mörk í deildinni það sem af er og er búinn að vera frábær í horninu – rétt eins og venjulega. Fréttablaðið/Ernir „Ég sofnaði í kringum miðnætti, bara eins og venjulega. Kannski aðeins seinna en ekkert meira en það,“ segir Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, en hann jafnaði metin fyrir ÍR gegn toppliði Hauka með marki úr vítakasti fimm sekúndum fyrir leikslok. Sturla starfar sem byggingafræðingur hjá Arkþingi og var mættur til vinnu venju samkvæmt í gær, eldsnemma í svartamyrkri. „Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að maður nær að ná sér niður eftir svona leiki,“ en viðureignin gæti alveg flokkast undir háspennuleik enda endaði hún 30-30. „Fyrirfram hefði ég alveg þegið stig úr þessum leik en við höfðum tækifæri til að ná góðri forystu þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá hefðum við alveg getað klárað leikinn. En við jöfnum í lokin og stig er kannski ásættanlegt.“ Sturla hefur stáltaugar og hefur oftar en ekki stigið á vítapunktinn eða tekið mikilvæg lokaskot. Hann segir að hann finni lítið fyrir pressu eða kvíða áður en kemur að stórum skotum. „Það þarf bara að setja boltann í netið. Ég hef verið nokkrum sinnum í þessari stöðu áður og kann ágætlega við mig. Finnst þetta skemmtilegt og þessu fylgir miklu meiri tilhlökkun en stress og kvíði. Það er ekkert svoleiðis. Þetta er viðureign gegn markverðinum og hann er að reyna að verja en ég að reyna að skora. Þetta er einvígi og yfirleitt mjög skemmtilegt.“ Heil umferð er búin í Olísdeild karla og segir Sturla að deildin sé skemmtileg og jöfn. Lítið dugi að mæta værukær í leikina gegn liðum sem eru í neðri hlutanum. „Maður sér alveg fyrir sér að Valur, ÍBV og FH nái sér betur á strik og það er spurning á kostnað hvers það verður. En við erum brattir og ánægðir með það sem við höfum gert og stefnum að því að halda því auðvitað áfram – við spyrjum að leikslokum.“ Sturla segist hugsa vel um sig. Hann fær að stjórna æfingaálaginu og þótt hann sé ekki í gallanum er hann í íþróttahúsinu á æfingum enda aðstoðarþjálfari. „Ég spila þetta eftir eyranu þannig að ef ég er eitthvað lemstraður þá hægi ég á. Bjarni, þjálfari, leyfir mér að spila þetta eftir mínu höfði. Ég er ekkert að fara að hlaupa hraðar eða hoppa hærra úr þessu. Það skiptir líka máli að vera góður í kollinum. Ekki að vera búinn að gera út af við sig á andlega sviðinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
„Ég sofnaði í kringum miðnætti, bara eins og venjulega. Kannski aðeins seinna en ekkert meira en það,“ segir Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, en hann jafnaði metin fyrir ÍR gegn toppliði Hauka með marki úr vítakasti fimm sekúndum fyrir leikslok. Sturla starfar sem byggingafræðingur hjá Arkþingi og var mættur til vinnu venju samkvæmt í gær, eldsnemma í svartamyrkri. „Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að maður nær að ná sér niður eftir svona leiki,“ en viðureignin gæti alveg flokkast undir háspennuleik enda endaði hún 30-30. „Fyrirfram hefði ég alveg þegið stig úr þessum leik en við höfðum tækifæri til að ná góðri forystu þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá hefðum við alveg getað klárað leikinn. En við jöfnum í lokin og stig er kannski ásættanlegt.“ Sturla hefur stáltaugar og hefur oftar en ekki stigið á vítapunktinn eða tekið mikilvæg lokaskot. Hann segir að hann finni lítið fyrir pressu eða kvíða áður en kemur að stórum skotum. „Það þarf bara að setja boltann í netið. Ég hef verið nokkrum sinnum í þessari stöðu áður og kann ágætlega við mig. Finnst þetta skemmtilegt og þessu fylgir miklu meiri tilhlökkun en stress og kvíði. Það er ekkert svoleiðis. Þetta er viðureign gegn markverðinum og hann er að reyna að verja en ég að reyna að skora. Þetta er einvígi og yfirleitt mjög skemmtilegt.“ Heil umferð er búin í Olísdeild karla og segir Sturla að deildin sé skemmtileg og jöfn. Lítið dugi að mæta værukær í leikina gegn liðum sem eru í neðri hlutanum. „Maður sér alveg fyrir sér að Valur, ÍBV og FH nái sér betur á strik og það er spurning á kostnað hvers það verður. En við erum brattir og ánægðir með það sem við höfum gert og stefnum að því að halda því auðvitað áfram – við spyrjum að leikslokum.“ Sturla segist hugsa vel um sig. Hann fær að stjórna æfingaálaginu og þótt hann sé ekki í gallanum er hann í íþróttahúsinu á æfingum enda aðstoðarþjálfari. „Ég spila þetta eftir eyranu þannig að ef ég er eitthvað lemstraður þá hægi ég á. Bjarni, þjálfari, leyfir mér að spila þetta eftir mínu höfði. Ég er ekkert að fara að hlaupa hraðar eða hoppa hærra úr þessu. Það skiptir líka máli að vera góður í kollinum. Ekki að vera búinn að gera út af við sig á andlega sviðinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira