Tilhlökkun en enginn kvíði Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 27. nóvember 2019 18:00 Sturla hefur skorað 66 mörk í deildinni það sem af er og er búinn að vera frábær í horninu – rétt eins og venjulega. Fréttablaðið/Ernir „Ég sofnaði í kringum miðnætti, bara eins og venjulega. Kannski aðeins seinna en ekkert meira en það,“ segir Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, en hann jafnaði metin fyrir ÍR gegn toppliði Hauka með marki úr vítakasti fimm sekúndum fyrir leikslok. Sturla starfar sem byggingafræðingur hjá Arkþingi og var mættur til vinnu venju samkvæmt í gær, eldsnemma í svartamyrkri. „Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að maður nær að ná sér niður eftir svona leiki,“ en viðureignin gæti alveg flokkast undir háspennuleik enda endaði hún 30-30. „Fyrirfram hefði ég alveg þegið stig úr þessum leik en við höfðum tækifæri til að ná góðri forystu þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá hefðum við alveg getað klárað leikinn. En við jöfnum í lokin og stig er kannski ásættanlegt.“ Sturla hefur stáltaugar og hefur oftar en ekki stigið á vítapunktinn eða tekið mikilvæg lokaskot. Hann segir að hann finni lítið fyrir pressu eða kvíða áður en kemur að stórum skotum. „Það þarf bara að setja boltann í netið. Ég hef verið nokkrum sinnum í þessari stöðu áður og kann ágætlega við mig. Finnst þetta skemmtilegt og þessu fylgir miklu meiri tilhlökkun en stress og kvíði. Það er ekkert svoleiðis. Þetta er viðureign gegn markverðinum og hann er að reyna að verja en ég að reyna að skora. Þetta er einvígi og yfirleitt mjög skemmtilegt.“ Heil umferð er búin í Olísdeild karla og segir Sturla að deildin sé skemmtileg og jöfn. Lítið dugi að mæta værukær í leikina gegn liðum sem eru í neðri hlutanum. „Maður sér alveg fyrir sér að Valur, ÍBV og FH nái sér betur á strik og það er spurning á kostnað hvers það verður. En við erum brattir og ánægðir með það sem við höfum gert og stefnum að því að halda því auðvitað áfram – við spyrjum að leikslokum.“ Sturla segist hugsa vel um sig. Hann fær að stjórna æfingaálaginu og þótt hann sé ekki í gallanum er hann í íþróttahúsinu á æfingum enda aðstoðarþjálfari. „Ég spila þetta eftir eyranu þannig að ef ég er eitthvað lemstraður þá hægi ég á. Bjarni, þjálfari, leyfir mér að spila þetta eftir mínu höfði. Ég er ekkert að fara að hlaupa hraðar eða hoppa hærra úr þessu. Það skiptir líka máli að vera góður í kollinum. Ekki að vera búinn að gera út af við sig á andlega sviðinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Sjá meira
„Ég sofnaði í kringum miðnætti, bara eins og venjulega. Kannski aðeins seinna en ekkert meira en það,“ segir Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, en hann jafnaði metin fyrir ÍR gegn toppliði Hauka með marki úr vítakasti fimm sekúndum fyrir leikslok. Sturla starfar sem byggingafræðingur hjá Arkþingi og var mættur til vinnu venju samkvæmt í gær, eldsnemma í svartamyrkri. „Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að maður nær að ná sér niður eftir svona leiki,“ en viðureignin gæti alveg flokkast undir háspennuleik enda endaði hún 30-30. „Fyrirfram hefði ég alveg þegið stig úr þessum leik en við höfðum tækifæri til að ná góðri forystu þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá hefðum við alveg getað klárað leikinn. En við jöfnum í lokin og stig er kannski ásættanlegt.“ Sturla hefur stáltaugar og hefur oftar en ekki stigið á vítapunktinn eða tekið mikilvæg lokaskot. Hann segir að hann finni lítið fyrir pressu eða kvíða áður en kemur að stórum skotum. „Það þarf bara að setja boltann í netið. Ég hef verið nokkrum sinnum í þessari stöðu áður og kann ágætlega við mig. Finnst þetta skemmtilegt og þessu fylgir miklu meiri tilhlökkun en stress og kvíði. Það er ekkert svoleiðis. Þetta er viðureign gegn markverðinum og hann er að reyna að verja en ég að reyna að skora. Þetta er einvígi og yfirleitt mjög skemmtilegt.“ Heil umferð er búin í Olísdeild karla og segir Sturla að deildin sé skemmtileg og jöfn. Lítið dugi að mæta værukær í leikina gegn liðum sem eru í neðri hlutanum. „Maður sér alveg fyrir sér að Valur, ÍBV og FH nái sér betur á strik og það er spurning á kostnað hvers það verður. En við erum brattir og ánægðir með það sem við höfum gert og stefnum að því að halda því auðvitað áfram – við spyrjum að leikslokum.“ Sturla segist hugsa vel um sig. Hann fær að stjórna æfingaálaginu og þótt hann sé ekki í gallanum er hann í íþróttahúsinu á æfingum enda aðstoðarþjálfari. „Ég spila þetta eftir eyranu þannig að ef ég er eitthvað lemstraður þá hægi ég á. Bjarni, þjálfari, leyfir mér að spila þetta eftir mínu höfði. Ég er ekkert að fara að hlaupa hraðar eða hoppa hærra úr þessu. Það skiptir líka máli að vera góður í kollinum. Ekki að vera búinn að gera út af við sig á andlega sviðinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Sjá meira