Handbolti

Sportpakkinn: „Létum það ekki á okkur fá þótt helstu sérfræðingar hefðu ekki mikla trú á okkur“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar og strákarnir hans hafa ekki enn tapað leik á tímabilinu og aðeins einum deildarleik á árinu 2019.
Gunnar og strákarnir hans hafa ekki enn tapað leik á tímabilinu og aðeins einum deildarleik á árinu 2019. vísir/bára
Haukar eru ósigraðir á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir fyrri umferðina. Haukar hafa unnið átta leiki og gert þrjú jafntefli.

„Við höfum trú á okkar liði og létum það ekki á okkur fá þótt helstu sérfræðingar hefðu ekki mikla trú á okkur fyrir mót,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

„Við byrjuðum ekkert svakalega vel þótt við værum að vinna leikina. Mér finnst við vera að bæta okkur jafnt og þétt. Síðustu vikur höfum við spilað mjög vel.“

Þrátt fyrir gott gengi það sem af er tímabili er Gunnar með báða fætur á jörðina.

„Núna er bara hálfleikur og maður sjaldnan leiki þótt maður sé yfir í hálfleik. Ég er ánægður með stigasöfnunina en það er nóg eftir af mótinu. Við förum ekkert fram úr okkur,“ sagði Gunnar.

„Við erum ekkert fullkomnir og það er margt sem við getum lagað. Við vinnum í því að bæta okkar leik viku frá viku.“

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Haukar efstir og taplausir
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×