Söfnunin fyrir fjölskyldu Nathan Bain fór á mikið flug eftir hetjudáðir stráksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 16:00 Nathan Bain fagnar sigurkörfu sinni á móti Duke. AP/Gerry Broome Nathan Bain var ein af hetjum vikunnar í bandarískum íþróttum þegar hann tryggði Stephen F. Austin háskólanum mjög óvæntan sigur á stórliði Duke í bandaríska háskólakörfuboltanum. Karfan hans hjálpaði ekki aðeins körfuboltaliði Nathan Bain heldur einnig slæmri stöðu fjölskyldunnar. Fjölskylda Nathan Bain býr í Freeport á Bahamaeyjum en Grand Bahama eyjan sem þau búa á varð mjög illa úti í fellibylnum Dorian í september. Næstum því allt hús fjölskyldunnar eyðilagðist í óveðrinu og kirkja föður hans, sem er prestur, eyðilagðist líka.24 hours after Nathan Bain hit the game-winner against Duke, a fundraiser to help his family has hit $100,000 https://t.co/FCl0icDakA — Sports Illustrated (@SInow) November 28, 2019 Íþróttadeildin í Stephen F. Austin háskólanum setti af stað söfnun fyrir fjölskylduna 17. september síðastliðinn. Fram að skoti Nathan Bain á þriðjudagskvöldið höfðu safnast 2010 dollarar frá 26 aðilum en enginn hafði gefið í söfnunina í meira en mánuð. Eftir sigurkörfu Nathan Bain á móti Duke þá fóru peningarnir aftur á móti að streyma inn. Tíu klukkustundum eftir körfuna höfðu safnast meira en 25 þúsund dollarar. Sú upphæð er nú kominn yfir hundrað þúsund dollara samkvæmt nýjustu tölum en það eru meira en tólf milljónir íslenskra króna.Nate Bain on @SportsCenter late Tuesday night after the 'Jacks upset of No. 1 Duke! Yes, it's from the bus!#RaiseTheAxe#AxeEmpic.twitter.com/tnpQ7hzuOB — SFA Basketball (@SFA_MBB) November 27, 2019 Nathan Bain er 24 ára gamall og hefur verið í skóla í Bandaríkjunum frá árinu 2012. Auk vandræða fjölskyldunnar heima á Bahamaeyjum þá hefur hann sjálfur verið mjög óheppinn með meiðsli. Í viðtalinu eftir leik barðist Nathan Bain við tárin. „Fjölskyldan mín missti mikið á þessu ári en ég ætlaði ekki að láta sjá mig grátandi í sjónvarpinu. Ég er samt að spila fyrir þau og reyni að gera þjóð mína stolta af mér,“ sagði Nathan Bain. Körfubolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Nathan Bain var ein af hetjum vikunnar í bandarískum íþróttum þegar hann tryggði Stephen F. Austin háskólanum mjög óvæntan sigur á stórliði Duke í bandaríska háskólakörfuboltanum. Karfan hans hjálpaði ekki aðeins körfuboltaliði Nathan Bain heldur einnig slæmri stöðu fjölskyldunnar. Fjölskylda Nathan Bain býr í Freeport á Bahamaeyjum en Grand Bahama eyjan sem þau búa á varð mjög illa úti í fellibylnum Dorian í september. Næstum því allt hús fjölskyldunnar eyðilagðist í óveðrinu og kirkja föður hans, sem er prestur, eyðilagðist líka.24 hours after Nathan Bain hit the game-winner against Duke, a fundraiser to help his family has hit $100,000 https://t.co/FCl0icDakA — Sports Illustrated (@SInow) November 28, 2019 Íþróttadeildin í Stephen F. Austin háskólanum setti af stað söfnun fyrir fjölskylduna 17. september síðastliðinn. Fram að skoti Nathan Bain á þriðjudagskvöldið höfðu safnast 2010 dollarar frá 26 aðilum en enginn hafði gefið í söfnunina í meira en mánuð. Eftir sigurkörfu Nathan Bain á móti Duke þá fóru peningarnir aftur á móti að streyma inn. Tíu klukkustundum eftir körfuna höfðu safnast meira en 25 þúsund dollarar. Sú upphæð er nú kominn yfir hundrað þúsund dollara samkvæmt nýjustu tölum en það eru meira en tólf milljónir íslenskra króna.Nate Bain on @SportsCenter late Tuesday night after the 'Jacks upset of No. 1 Duke! Yes, it's from the bus!#RaiseTheAxe#AxeEmpic.twitter.com/tnpQ7hzuOB — SFA Basketball (@SFA_MBB) November 27, 2019 Nathan Bain er 24 ára gamall og hefur verið í skóla í Bandaríkjunum frá árinu 2012. Auk vandræða fjölskyldunnar heima á Bahamaeyjum þá hefur hann sjálfur verið mjög óheppinn með meiðsli. Í viðtalinu eftir leik barðist Nathan Bain við tárin. „Fjölskyldan mín missti mikið á þessu ári en ég ætlaði ekki að láta sjá mig grátandi í sjónvarpinu. Ég er samt að spila fyrir þau og reyni að gera þjóð mína stolta af mér,“ sagði Nathan Bain.
Körfubolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira