Úrslitin ráðast í Lenovo-deildinni Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2019 13:30 Dusty mæta FH í LOL og Seven í CS:GO Í dag ráðast úrslitin í íslensku rafíþróttadeildinni, Lenovo-deildinni, en keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í tölvuleikjunum League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive í sal 1 í Háskólabíó. Í League of Legends hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og FH. Í deildarkeppninni tapaði Dusty ekki einum einasta leik og hljóta því að teljast sigurstranglegri. FH hefur þó ekki verið þekkt fyrir uppgjöf og verður því ekkert gefið eftir í Háskólabíó klukkan 17:00 í dag.Hérna má sjá hvernig liðin Dusty og FH stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar.Í Counter-Strike: Global Offensive hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og Seven. Eftir deildarkeppnina var lítið sem benti til þess að þessi lið myndum mætast í úrslitaviðureigninni en liðin höfnuðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Því þurftu þau að mæta liðunum í fyrsta og öðru sæti deildarinnar til þess að komast í Háskólabíó.Dusty lagði KR-inga sannfærandi í undanúrslitunum en Seven lagði árbæingana í Fylki í æsispennandi viðureign. Enginn afsláttur verður gefinn í úrslitaleiknum í CS:OG í Háskólabíó.Hér má sjá hvernig liðin Dusty og Seven stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar. Hægt verður að fylgjast með veislunni í spilaranum hér að neðan. Einnig er hægt að leggja leið sína í Háskólabíó og fá stemmninguna beint í æð.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Í dag ráðast úrslitin í íslensku rafíþróttadeildinni, Lenovo-deildinni, en keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í tölvuleikjunum League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive í sal 1 í Háskólabíó. Í League of Legends hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og FH. Í deildarkeppninni tapaði Dusty ekki einum einasta leik og hljóta því að teljast sigurstranglegri. FH hefur þó ekki verið þekkt fyrir uppgjöf og verður því ekkert gefið eftir í Háskólabíó klukkan 17:00 í dag.Hérna má sjá hvernig liðin Dusty og FH stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar.Í Counter-Strike: Global Offensive hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og Seven. Eftir deildarkeppnina var lítið sem benti til þess að þessi lið myndum mætast í úrslitaviðureigninni en liðin höfnuðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Því þurftu þau að mæta liðunum í fyrsta og öðru sæti deildarinnar til þess að komast í Háskólabíó.Dusty lagði KR-inga sannfærandi í undanúrslitunum en Seven lagði árbæingana í Fylki í æsispennandi viðureign. Enginn afsláttur verður gefinn í úrslitaleiknum í CS:OG í Háskólabíó.Hér má sjá hvernig liðin Dusty og Seven stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar. Hægt verður að fylgjast með veislunni í spilaranum hér að neðan. Einnig er hægt að leggja leið sína í Háskólabíó og fá stemmninguna beint í æð.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira