Valdastaðan uppspretta ofbeldis Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:15 Næstu ár verður staða kvenna af erlendum uppruna könnuð rækilega og reynt að bregðast við með því að auðvelda þeim aðgang að aðstoð ef þær verða fyrir ofbeldi vísir/hanna Í nýrri rannsókn er reynsla erlendra kvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnumarkaði skoðuð. Tekin verða viðtöl og gerðar kannanir en reynslusögur sem komu fram í Metoo-umræðunni fyrir tæpum tveimur árum eru grunnurinn. Dr. Brynja Elísabeth Halldórsdótttir, lektor í krítískum menntunarfræðum, gerir rannsóknina. „Sögurnar eru erfiðari en þær íslensku. Það er augljóst að konur af erlendum uppruna hafa minna bakland og minni tengsl við stofnanir þannig að þær fá ekki sömu aðstoð og íslenskar konur,“ segir Brynja sem hefur rýnt í sögurnar. Hún segir þær ólíkar öðrum Metoo-sögum því erlendu konurnar upplifi einnig ofbeldið frá öðrum konum, þeim íslensku. „Það eru nokkrar sögur af konum sem hafa unnið í heimahúsi og orðið fyrir aðkasti frá körlunum. Svo hafa konurnar þeirra, íslenskar konur, haft samband við þær og beitt þær andlegu og munnlegu ofbeldi.“Brynja mun taka viðtöl við þá sem vinna með konum af erlendum uppruna ásamt því að senda sem flestum spurningakönnun til að kortleggja vandann.vísir/sigurjónBrynja mun fjalla um rannsóknina á fundi um innflytjendakonur og ofbeldi á morgun. Þar verður einnig sagt frá rannsókn ASÍ um hvað mæti útlendingum á vinnumarkaði. Helstu niðurstöður eru að alltof margir séu fullkomlega háðir vinnuveitanda sínum hvað varðar fæði, húsnæði og jafnvel dvalarleyfi. Brynja segir það gegnumgangandi í sögunum að valdastaða sé misnotuð og ekki síst hjá þeim sem eiga íslenskan maka. „Þær komast ekki út, og inn í samfélagið og fjölskyldur styðja oft við mennina.“ Skoða þurfi lögin betur til að vernda þennan hóp. „Það að dvalarleyfi sé ekki bundið maka. Eða þeir sem vinna ólöglega missi ekki nemendaleyfið ef það kemst upp.“ Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Í nýrri rannsókn er reynsla erlendra kvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnumarkaði skoðuð. Tekin verða viðtöl og gerðar kannanir en reynslusögur sem komu fram í Metoo-umræðunni fyrir tæpum tveimur árum eru grunnurinn. Dr. Brynja Elísabeth Halldórsdótttir, lektor í krítískum menntunarfræðum, gerir rannsóknina. „Sögurnar eru erfiðari en þær íslensku. Það er augljóst að konur af erlendum uppruna hafa minna bakland og minni tengsl við stofnanir þannig að þær fá ekki sömu aðstoð og íslenskar konur,“ segir Brynja sem hefur rýnt í sögurnar. Hún segir þær ólíkar öðrum Metoo-sögum því erlendu konurnar upplifi einnig ofbeldið frá öðrum konum, þeim íslensku. „Það eru nokkrar sögur af konum sem hafa unnið í heimahúsi og orðið fyrir aðkasti frá körlunum. Svo hafa konurnar þeirra, íslenskar konur, haft samband við þær og beitt þær andlegu og munnlegu ofbeldi.“Brynja mun taka viðtöl við þá sem vinna með konum af erlendum uppruna ásamt því að senda sem flestum spurningakönnun til að kortleggja vandann.vísir/sigurjónBrynja mun fjalla um rannsóknina á fundi um innflytjendakonur og ofbeldi á morgun. Þar verður einnig sagt frá rannsókn ASÍ um hvað mæti útlendingum á vinnumarkaði. Helstu niðurstöður eru að alltof margir séu fullkomlega háðir vinnuveitanda sínum hvað varðar fæði, húsnæði og jafnvel dvalarleyfi. Brynja segir það gegnumgangandi í sögunum að valdastaða sé misnotuð og ekki síst hjá þeim sem eiga íslenskan maka. „Þær komast ekki út, og inn í samfélagið og fjölskyldur styðja oft við mennina.“ Skoða þurfi lögin betur til að vernda þennan hóp. „Það að dvalarleyfi sé ekki bundið maka. Eða þeir sem vinna ólöglega missi ekki nemendaleyfið ef það kemst upp.“
Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira