Sala Kerecis í Bandaríkjunum sexfaldaðist á þriðja ársfjórðungi Hörður Ægisson skrifar 13. nóvember 2019 08:00 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, og Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarmaður í Kerecis. Fréttablaðið/VALLI Bein sala íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var sexfalt meiri en á sama tímabili árið 2018. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nam salan í Bandaríkjunum samtals 4,6 milljónum dala, jafnvirði 575 milljóna króna, á fjárhagsárinu 2019, sem lauk núna í lok septembermánaðar, og var hún í samræmi við áætlanir félagsins. Þetta kemur fram í bréfi sem var sent á hluthafa Kerecis í byrjun þessa mánaðar, og Markaðurinn hefur undir höndum, en boðað hefur verið til aðalfundar hjá félaginu 26. nóvember næstkomandi. Kerecis framleiðir afurðir sem byggðar eru á affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Í bréfinu til hluthafa segir að salan á Bandaríkjamarkað gangi einkar vel og skilningur félagsins og fótfesta á þeim markaði styrkist ört. Langtíma vaxtartækifæri utan Bandaríkjanna, ásamt sölu á nýjum vörum, séu jafnframt veruleg. Þá kemur fram að hinn mikli vöxtur í Bandaríkjunum sé „afskaplega mikilvægur“ þar sem „meginfjárfestingar fyrirtækisins á liðnu ári voru einmitt í auknu mannahaldi og starfsemi sem tengist sölu beint til heilbrigðisstofnana í Bandaríkjunum. Þessar tölur sýna að viðskiptaáætlun Kerecis byggir á réttum forsendum,“ segir í bréfinu. Salan utan Bandaríkjanna var samtals 1,4 milljónir dala, sem var um 200 þúsund dölum yfir áætlun, og fjórum sinnum meiri en á síðasta fjárhagsári. Samtals námu tekjur Kerecis um 8,4 milljónum dala og tvöfölduðust þær á milli ára. Rekstrarniðurstaða félagsins var hins vegar um 650 þúsund dölum lakari en áætlað var. Kerecis lauk fyrr á þessu ári fjármögnun fyrir sextán milljónir Bandaríkjadala. Félagið seldi þá nýtt hlutafé til núverandi hluthafa og nýrra fyrir um 1.250 milljónir og auk þess var kröfum skuldbreytt í hlutafé að upphæð um 750 milljónir. Á meðal þeirra sem bættust þá við hluthafahóp Kerecis voru samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, en þau breyttu kröfum sínum í hlutafé fyrir 390 milljónir og settu jafnframt inn nýtt fjármagn í félagið. Er Emerson Collective nú á meðal stærstu hluthafa Kerecis. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði Kerecis verið allt að 12,4 milljarðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar var haldinn sérstakur hluthafafundur 1. ágúst síðastliðinn þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, var kjörinn í stjórn Kerecis. Var Ólafur tilnefndur í stjórn félagsins af Laurene Powell Jobs. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Nýsköpun Tengdar fréttir Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00 Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00 Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Bein sala íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var sexfalt meiri en á sama tímabili árið 2018. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nam salan í Bandaríkjunum samtals 4,6 milljónum dala, jafnvirði 575 milljóna króna, á fjárhagsárinu 2019, sem lauk núna í lok septembermánaðar, og var hún í samræmi við áætlanir félagsins. Þetta kemur fram í bréfi sem var sent á hluthafa Kerecis í byrjun þessa mánaðar, og Markaðurinn hefur undir höndum, en boðað hefur verið til aðalfundar hjá félaginu 26. nóvember næstkomandi. Kerecis framleiðir afurðir sem byggðar eru á affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Í bréfinu til hluthafa segir að salan á Bandaríkjamarkað gangi einkar vel og skilningur félagsins og fótfesta á þeim markaði styrkist ört. Langtíma vaxtartækifæri utan Bandaríkjanna, ásamt sölu á nýjum vörum, séu jafnframt veruleg. Þá kemur fram að hinn mikli vöxtur í Bandaríkjunum sé „afskaplega mikilvægur“ þar sem „meginfjárfestingar fyrirtækisins á liðnu ári voru einmitt í auknu mannahaldi og starfsemi sem tengist sölu beint til heilbrigðisstofnana í Bandaríkjunum. Þessar tölur sýna að viðskiptaáætlun Kerecis byggir á réttum forsendum,“ segir í bréfinu. Salan utan Bandaríkjanna var samtals 1,4 milljónir dala, sem var um 200 þúsund dölum yfir áætlun, og fjórum sinnum meiri en á síðasta fjárhagsári. Samtals námu tekjur Kerecis um 8,4 milljónum dala og tvöfölduðust þær á milli ára. Rekstrarniðurstaða félagsins var hins vegar um 650 þúsund dölum lakari en áætlað var. Kerecis lauk fyrr á þessu ári fjármögnun fyrir sextán milljónir Bandaríkjadala. Félagið seldi þá nýtt hlutafé til núverandi hluthafa og nýrra fyrir um 1.250 milljónir og auk þess var kröfum skuldbreytt í hlutafé að upphæð um 750 milljónir. Á meðal þeirra sem bættust þá við hluthafahóp Kerecis voru samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, en þau breyttu kröfum sínum í hlutafé fyrir 390 milljónir og settu jafnframt inn nýtt fjármagn í félagið. Er Emerson Collective nú á meðal stærstu hluthafa Kerecis. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði Kerecis verið allt að 12,4 milljarðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar var haldinn sérstakur hluthafafundur 1. ágúst síðastliðinn þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, var kjörinn í stjórn Kerecis. Var Ólafur tilnefndur í stjórn félagsins af Laurene Powell Jobs.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Nýsköpun Tengdar fréttir Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00 Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00 Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00
Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00
Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00