Körfubolti

Tap hjá Is­rael Martin á gamla heima­vellinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Israel Martin í leik gegn Grindavík á dögunum.
Israel Martin í leik gegn Grindavík á dögunum. vísir/bára
Israel Martin mætti á sinn gamla heimavöll er lærisveinar hans í Haukum töpuðu fyrir Tindasstól, 89-77, í Síkinu í kvöld. Leikurinn var liður í 7. umferð Domnos-deildar karla.

Það var kraftur í Stólunum í kvöld og enginn þreytumerki á þeim eftir góðan sigur á sexföldum Íslandsmeisturum KR á útivelli í DHL-höllinni á föstudagskvöldið.

Tindastóll var 25-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann og leiddi svo með sex stigum, 49-43, þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Mikill kraftur var í Stólunum í þriðja leikhlutanum. Haukarnir hittu illa og skoruðu einungis þrettán stig í þriðja leikhlutanum. Sigurinn aldrei í hættu og lokatölur 89-77.

Eftir sigurinn er Tindastóll í 2. sæti deildarinnar með tíu stig en Haukarnir eru í 4. sætinu með átta stig. Þau voru bæði með átta stig fyrir leik kvöldsins.

Pétur Rúnar Birgisson átti flottan leik fyrir Stólanna. Hann skoraði 21 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Sinisa Bilic bætti við 19 stigum og fimm fráköstum.

Flenard Whitfield var öflugur í Haukaliðinu. Hann skoraði 24 stig og tók sextán fráköst. Það var lengra í næstu menn en Kári Jónsson gerði fimmtán stig, tók fjögur fráköst og gaf sjö stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×