Veitir samþykki fyrir stóru hóteli í Þjórsárdal Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2019 13:45 Ætlunin er að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu og baðaðstöðu sem geti rúmað á bilinu 40-45 herbergi eða um hundrað gesti. vísir/vilhelm/BASALT ARKITEKTAR Forsætisráðherra hefur veitt samþykki sitt fyrir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur gangi til samninga við Rauðakamb ehf. um uppbyggingu hótels í hlíðum Rauðakambs í Þjórsárdal innan þjóðlendu sem nefnist Búrfells- og Skeljafellssvæði. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ætlunin sé að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu og baðaðstöðu sem geti rúmað á bilinu 40 – 45 herbergi eða um hundrað gesti. „Mannvirkin eiga að vera felld að landslagi á smekklegan hátt og tryggt að umfang bygginga, húsagerð, form og litasamsetning verði í góðu samræmi við landslag og sérstöðu svæðisins. Mannvirkin verða fergjuð með efni af staðnum og valdir litir og efni í samræmi við nærumhverfi, auk þess sem ljósmengun verði lágmörkuð, einkum útilýsing. Þetta er í samræmi við leiðarljós sem fram koma í stefnu sem forsætisráðuneytið hefur sett um það hvernig standa skuli að uppbyggingu mannvirkja innan þjóðlendna. Einkum að virðing skuli borin fyrir náttúrulegu landslagi, gætt sé að óbyggðaupplifun við hönnun og staðsetningu mannvirkja, að þau falli að umhverfi og að hönnun þeirra sé látlaus, sérstaklega á viðkvæmum svæðum. Loks hefur ráðuneytið í samskiptum sínum við samningsaðila lagt áherslu á að leitast verði við að tryggja aðgengi almennings að þeirri aðstöðu sem boðið verður upp á á svæðinu og að verðlagning hennar verði eins sanngjörn og kostur er. Á það við um aðgengi að baðaðstöðu, veitingaþjónustu og gistiaðstöðu,“ segir í tilkynningunni.BASALT ARKITEKTARViðkvæmt svæði Í frétt Vísis frá í maí á síðasta ári segir að verkefnið sé í helmingseigu Íslenskra heilsulinda, dótturfélags Bláa lónsins, og frumkvöðlanna Magnúsar Orra Schram, Ellerts K. Schram og Ragnheiðar Bjarkar Sigurðardóttur. Sagði Magnús Orri að umgengni myndi miklu skipta á svæðinu .„Við erum mjög upptekin af því að þetta er mjög viðkvæmt svæði og við verðum að nálgast það af varúð.“ Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Forsætisráðherra hefur veitt samþykki sitt fyrir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur gangi til samninga við Rauðakamb ehf. um uppbyggingu hótels í hlíðum Rauðakambs í Þjórsárdal innan þjóðlendu sem nefnist Búrfells- og Skeljafellssvæði. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ætlunin sé að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu og baðaðstöðu sem geti rúmað á bilinu 40 – 45 herbergi eða um hundrað gesti. „Mannvirkin eiga að vera felld að landslagi á smekklegan hátt og tryggt að umfang bygginga, húsagerð, form og litasamsetning verði í góðu samræmi við landslag og sérstöðu svæðisins. Mannvirkin verða fergjuð með efni af staðnum og valdir litir og efni í samræmi við nærumhverfi, auk þess sem ljósmengun verði lágmörkuð, einkum útilýsing. Þetta er í samræmi við leiðarljós sem fram koma í stefnu sem forsætisráðuneytið hefur sett um það hvernig standa skuli að uppbyggingu mannvirkja innan þjóðlendna. Einkum að virðing skuli borin fyrir náttúrulegu landslagi, gætt sé að óbyggðaupplifun við hönnun og staðsetningu mannvirkja, að þau falli að umhverfi og að hönnun þeirra sé látlaus, sérstaklega á viðkvæmum svæðum. Loks hefur ráðuneytið í samskiptum sínum við samningsaðila lagt áherslu á að leitast verði við að tryggja aðgengi almennings að þeirri aðstöðu sem boðið verður upp á á svæðinu og að verðlagning hennar verði eins sanngjörn og kostur er. Á það við um aðgengi að baðaðstöðu, veitingaþjónustu og gistiaðstöðu,“ segir í tilkynningunni.BASALT ARKITEKTARViðkvæmt svæði Í frétt Vísis frá í maí á síðasta ári segir að verkefnið sé í helmingseigu Íslenskra heilsulinda, dótturfélags Bláa lónsins, og frumkvöðlanna Magnúsar Orra Schram, Ellerts K. Schram og Ragnheiðar Bjarkar Sigurðardóttur. Sagði Magnús Orri að umgengni myndi miklu skipta á svæðinu .„Við erum mjög upptekin af því að þetta er mjög viðkvæmt svæði og við verðum að nálgast það af varúð.“
Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00