Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. maí 2018 14:00 Hér má sjá teikningu af svæðinu. Basalt arkitektar „Við erum með þetta stóra verkefni í undirbúningsferli . Við horfum á þetta mjög heildstætt og erum ekki bara að fara inn og byggja bara eitthvað hús. Við erum mjög upptekin af því að þetta er mjög viðkvæmt svæði og við verðum að nálgast það af varúð.“ Þetta segir Magnús Orri Schram um Fjallaböðin, nýjan baðstað sem stendur til verði opnaður við Reykholt í Þórsárdal á næstu árum. Einnig verður opnað 40 herbergja hótel á sama stað, sem verður grafið inn í fjallið.Magnús Orri Schram.Vísir/StefánVilja bæta aðgengi fyrir alla gesti dalsins Eins og kom fram í Viðskiptamogganum í dag í dag er verkefnið í helmingseigu Íslenskra heilsulinda, dótturfélags Bláa lónsins, og frumkvöðlanna Magnúsar Orra Schram, Ellerts K. Schram og Ragnheiðar Bjarkar Sigurðardóttur. Magnús Orri segir í samtali við Vísi að umgengni á svæðinu skipti miklu máli. „Þjórsárdalurinn í dag er náttúrulega mjög fallegur með marga merkilega og fallega staði en aðgengi að þessum perlum er ekkert sérstaklega gott. Það sem okkur langar að gera um leið og við erum að fara í þessa stóru fjárfestingu er að opna dalinn. Þegar fólk fer að koma þarna upp eftir í bað, þá pössum við vel upp á það að það sé í lagi með ferðina, öryggi, hreinlæti og svo framvegis. Hvort sem fólk ætlar að koma í bað til okkar eða ekki að það geti þá notið dalsins.“ Magnús Orri segir að þjónustumiðstöðin sem á að byggja hjá baðstaðnum eigi eftir að gagnast fleirum en gestum Fjallabaða. „Gestamóttakan er í raun og veru átta kílómetrum frá baðinu sjálfu. Við erum að reyna að minnka áreitið og draga úr bílamenguninni þannig að þegar fólk kemur á sínum eigin bílum eða með rútu þarf það að leggja töluvert frá. Svo munum við vera með rafmagnsfarartæki sem keyrir fólk fram og til baka. Það þýðir að við þurfum ekki að malbika veginn upp eftir, það þýðir að við getum haldið í þennan hráleika og fjallaveginn. Þá klöngrast þú bara á bíl á okkar vegum þarna upp eftir.“Dalurinn hefur upp á margt að bjóða Með þessu ætti að vera rólegra á svæðinu inni i dalnum. Félagið utan um verkefnið mun einnig leggja Skeiða- og Gnúpverjahreppi lið við uppbyggingu innviða í Þjórsárdal. Meðal annars brúarsmíði, göngustíga og reiðleiðir á svæðinu. „Þetta verður eiginlega bara eins og þú sért að koma inn í þjóðgarð. Við sjáum fyrir okkur að þessi gestamóttaka geti verið einhvers konar gestastofa fyrir dalinn í heild.“ útskýrir Magnús Orri. Á staðnum verða kort af svæðinu sem ættu að gagnast þeim sem ætla að hjóla eða ganga um svæðið. „Dalurinn hefur upp á svo margt að bjóða.“Mynd/Basalt arkitektarAðeins gluggarnir sjást í fjallshlíðinni Verkefnið hefur verið í þróun í þrjú ár og mun kosta um fjóra milljarða. „Við sjáum fyrir okkur að það verði svona 2022, sem við munum geta tekið á móti fólki. Eftir svona þrjú ár.“ Basalt arkitektar sjá um hönnunina og er Marcos Zotes yfirhönnuður verkefnisins. „Við munum taka yfirborðsefnið af fjallinu. Við viljum draga úr sýnileika bygginganna og vinna sem allra mest með náttúrunni. Við tökum eiginlega vikurinn ofan af fjallinu, byggjum svo hús inni í fjallinu og setjum svo vikurinn aftur yfir. Þess vegna látum við vikurinn koma yfir húsin.“ Út frá ganginum inni á hótelinu stingast herbergin út úr fjallinu. „Það eins sem sést er í raun og veru gluggarnir á herbergjunum. Þannig erum við að vinna með náttúrunni, spila þetta saman og nýta þessi jarðefni og þessa miklu sögu sem felst í þeim. Við erum að reyna að vinna með landinu, það er rauði þráðurinn í þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skipulag Umhverfismál Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
„Við erum með þetta stóra verkefni í undirbúningsferli . Við horfum á þetta mjög heildstætt og erum ekki bara að fara inn og byggja bara eitthvað hús. Við erum mjög upptekin af því að þetta er mjög viðkvæmt svæði og við verðum að nálgast það af varúð.“ Þetta segir Magnús Orri Schram um Fjallaböðin, nýjan baðstað sem stendur til verði opnaður við Reykholt í Þórsárdal á næstu árum. Einnig verður opnað 40 herbergja hótel á sama stað, sem verður grafið inn í fjallið.Magnús Orri Schram.Vísir/StefánVilja bæta aðgengi fyrir alla gesti dalsins Eins og kom fram í Viðskiptamogganum í dag í dag er verkefnið í helmingseigu Íslenskra heilsulinda, dótturfélags Bláa lónsins, og frumkvöðlanna Magnúsar Orra Schram, Ellerts K. Schram og Ragnheiðar Bjarkar Sigurðardóttur. Magnús Orri segir í samtali við Vísi að umgengni á svæðinu skipti miklu máli. „Þjórsárdalurinn í dag er náttúrulega mjög fallegur með marga merkilega og fallega staði en aðgengi að þessum perlum er ekkert sérstaklega gott. Það sem okkur langar að gera um leið og við erum að fara í þessa stóru fjárfestingu er að opna dalinn. Þegar fólk fer að koma þarna upp eftir í bað, þá pössum við vel upp á það að það sé í lagi með ferðina, öryggi, hreinlæti og svo framvegis. Hvort sem fólk ætlar að koma í bað til okkar eða ekki að það geti þá notið dalsins.“ Magnús Orri segir að þjónustumiðstöðin sem á að byggja hjá baðstaðnum eigi eftir að gagnast fleirum en gestum Fjallabaða. „Gestamóttakan er í raun og veru átta kílómetrum frá baðinu sjálfu. Við erum að reyna að minnka áreitið og draga úr bílamenguninni þannig að þegar fólk kemur á sínum eigin bílum eða með rútu þarf það að leggja töluvert frá. Svo munum við vera með rafmagnsfarartæki sem keyrir fólk fram og til baka. Það þýðir að við þurfum ekki að malbika veginn upp eftir, það þýðir að við getum haldið í þennan hráleika og fjallaveginn. Þá klöngrast þú bara á bíl á okkar vegum þarna upp eftir.“Dalurinn hefur upp á margt að bjóða Með þessu ætti að vera rólegra á svæðinu inni i dalnum. Félagið utan um verkefnið mun einnig leggja Skeiða- og Gnúpverjahreppi lið við uppbyggingu innviða í Þjórsárdal. Meðal annars brúarsmíði, göngustíga og reiðleiðir á svæðinu. „Þetta verður eiginlega bara eins og þú sért að koma inn í þjóðgarð. Við sjáum fyrir okkur að þessi gestamóttaka geti verið einhvers konar gestastofa fyrir dalinn í heild.“ útskýrir Magnús Orri. Á staðnum verða kort af svæðinu sem ættu að gagnast þeim sem ætla að hjóla eða ganga um svæðið. „Dalurinn hefur upp á svo margt að bjóða.“Mynd/Basalt arkitektarAðeins gluggarnir sjást í fjallshlíðinni Verkefnið hefur verið í þróun í þrjú ár og mun kosta um fjóra milljarða. „Við sjáum fyrir okkur að það verði svona 2022, sem við munum geta tekið á móti fólki. Eftir svona þrjú ár.“ Basalt arkitektar sjá um hönnunina og er Marcos Zotes yfirhönnuður verkefnisins. „Við munum taka yfirborðsefnið af fjallinu. Við viljum draga úr sýnileika bygginganna og vinna sem allra mest með náttúrunni. Við tökum eiginlega vikurinn ofan af fjallinu, byggjum svo hús inni í fjallinu og setjum svo vikurinn aftur yfir. Þess vegna látum við vikurinn koma yfir húsin.“ Út frá ganginum inni á hótelinu stingast herbergin út úr fjallinu. „Það eins sem sést er í raun og veru gluggarnir á herbergjunum. Þannig erum við að vinna með náttúrunni, spila þetta saman og nýta þessi jarðefni og þessa miklu sögu sem felst í þeim. Við erum að reyna að vinna með landinu, það er rauði þráðurinn í þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skipulag Umhverfismál Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent