Sportpakkinn: Stólarnir og Þórsarar á siglingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2019 17:00 Jaka Brodnik og félagar í Tindastóli hafa unnið þrjá leiki í röð og eru í 2. sæti Domino's deildar karla. vísir/daníel Tvö af heitustu liðum Domino's deildar karla, Tindastóll og Þór Þ., unnu sína leiki í gær. Tindastóll sigraði Hauka, 89-77, en Þór Þ. vann Grindavík eftir framlengingu, 83-79.Arnar Björnsson tók saman frétt um leikina. Hana má sjá hér fyrir neðan. Tindastóll gaf tóninn strax í byrjun þegar Haukar heimsóttu Sauðárkrók í gærkvöldi. Stólarnir skoruðu fjögur fyrstu stigin og voru tíu stigum yfir um miðjan 1. leikhluta. Pétur Rúnar Birgisson var stigahæstur í Tindastólsliðinu með 21 stig. Hann hitti úr fjórum af sjö skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Sinisa Bilic skoraði 19 stig, stigi meira en Jasmin Perkovic sem tók 12 fráköst. Tindastóll hafði forystuna allan tímann. Israel Martin, sem þjálfaði Tindastól, tókst ekki að krækja í sigur á sínum gamla heimavelli. Haukar voru 15 stigum undir í byrjun 3. leikhluta en eftir níu stig í röð tókst þeim að minnka muninn í sex stig á skömmum tíma, meðal annars með tveimur þriggja stiga körfum Kára Jónssonar. En Stólarnir létu forystuna ekki af hendi og unnu, 89-77. Þeir eru líkt og Stjarnan einum sigri á eftir Keflavík sem fær KR-inga í heimsókn á föstudagskvöldið. Flenard Whitfield var öflugur hjá Haukum, skoraði 24 stig, tók 16 fráköst og fiskaði níu villur á Tindastólsliðið. Kári skoraði 15 stig en hann hitti úr tveimur af níu skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þriðji leikhlutinn reyndist Haukum dýr en þeir töpuðu honum 21-13.Strákarnir hans Friðriks Inga hafa unnið þrjá leiki í röð.vísir/daníelÍ gærkvöldi mættust Þór Þ. og Grindavík í jöfnum leik í Þorlákshöfn. Marko Bakovic skoraði fimm fyrstu stigin fyrir heimamenn en Grindavík var siðan skrefinu á undan fram í miðjan 2. leikhlutann. Emil Karel Einarsson jafnaði metin í 25-25. Grindavík jók muninn og þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var munurinn kominn í ellefu stig, 56-45. Þór skoraði þá átta stig í röð og minnkaði muninn í þrjú stig þegar skammt var eftir af 3. leikhluta. Fjórum stigum munaði fyrir lokafjórðunginn. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður hafði Þór tekið fram úr grönnum sínum og við tók æsispennandi barátta. Bakovic skoraði tvær næstu körfur og hann kom Þór í 68-65 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Jamal Olasawere sýndi styrk sinn undir körfunni, hitti ekki en tók sjálfur frákastið og tveir Þórsarar lágu eftir á vellinum. Vörn Grindavíkur hélt í næstu sókn og Sigtryggur Arnar Björnsson kom boltanum á Olasawere og Grindavík endurheimti forystuna. Enn voru þrjár mínútur eftir. Halldór Garðar Hermannsson fékk dauðafæri fyrir utan þriggja stiga línuna en skotið geigaði. Grindavík fór í sókn og Sigtryggur Arnar átti meistarasendingu á Ólaf Ólafsson og Grindavík náði þriggja stiga forystu, 71-68, og rúmar tvær mínútur eftir af leiknum. Við tók löng sókn hjá Þór og Davíð Arnar Ágústsson jafnaði metin í 71-71 í þann mund sem sókn Þórsara var að renna út í sandinn. Ekkert var skorað á þeim 100 sekúndum sem eftir voru en liðin fengu svo sannarlega til að skora. Staðan 71-71 og framlengju þurfti til að knýja fram úrslit. Þar hafði Þór betur og vann, 83-79. Bakovic skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Þór. Dino Butorac 15 skoraði stig og gaf tíu stoðsendingar. Olasawere var stigahæstur í Grindavíkurliðinu með 22 stig og 15 fráköst.Klippa: Sportpakkinn: Dominos deild karla Dominos-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Sportpakkinn: Stjarnan slapp með skrekkinn gegn Val Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð í Domino's deild karla í körfubolta. Valur hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. 14. nóvember 2019 15:00 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 83-79 | Suðurstrandarslagurinn stóð fyrir sínu Það var meiri kraftur í Þórsurum í framlengingunni. 13. nóvember 2019 22:30 Tap hjá Israel Martin á gamla heimavellinum Israel Martin mætti á sinn gamla heimavöll er lærisveinar hans í Haukum töpuðu fyrir Tindasstól, 89-77, í Síkinu í kvöld. Leikurinn var liður í 7. umferð Domnos-deildar karla. 13. nóvember 2019 20:55 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Tvö af heitustu liðum Domino's deildar karla, Tindastóll og Þór Þ., unnu sína leiki í gær. Tindastóll sigraði Hauka, 89-77, en Þór Þ. vann Grindavík eftir framlengingu, 83-79.Arnar Björnsson tók saman frétt um leikina. Hana má sjá hér fyrir neðan. Tindastóll gaf tóninn strax í byrjun þegar Haukar heimsóttu Sauðárkrók í gærkvöldi. Stólarnir skoruðu fjögur fyrstu stigin og voru tíu stigum yfir um miðjan 1. leikhluta. Pétur Rúnar Birgisson var stigahæstur í Tindastólsliðinu með 21 stig. Hann hitti úr fjórum af sjö skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Sinisa Bilic skoraði 19 stig, stigi meira en Jasmin Perkovic sem tók 12 fráköst. Tindastóll hafði forystuna allan tímann. Israel Martin, sem þjálfaði Tindastól, tókst ekki að krækja í sigur á sínum gamla heimavelli. Haukar voru 15 stigum undir í byrjun 3. leikhluta en eftir níu stig í röð tókst þeim að minnka muninn í sex stig á skömmum tíma, meðal annars með tveimur þriggja stiga körfum Kára Jónssonar. En Stólarnir létu forystuna ekki af hendi og unnu, 89-77. Þeir eru líkt og Stjarnan einum sigri á eftir Keflavík sem fær KR-inga í heimsókn á föstudagskvöldið. Flenard Whitfield var öflugur hjá Haukum, skoraði 24 stig, tók 16 fráköst og fiskaði níu villur á Tindastólsliðið. Kári skoraði 15 stig en hann hitti úr tveimur af níu skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þriðji leikhlutinn reyndist Haukum dýr en þeir töpuðu honum 21-13.Strákarnir hans Friðriks Inga hafa unnið þrjá leiki í röð.vísir/daníelÍ gærkvöldi mættust Þór Þ. og Grindavík í jöfnum leik í Þorlákshöfn. Marko Bakovic skoraði fimm fyrstu stigin fyrir heimamenn en Grindavík var siðan skrefinu á undan fram í miðjan 2. leikhlutann. Emil Karel Einarsson jafnaði metin í 25-25. Grindavík jók muninn og þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var munurinn kominn í ellefu stig, 56-45. Þór skoraði þá átta stig í röð og minnkaði muninn í þrjú stig þegar skammt var eftir af 3. leikhluta. Fjórum stigum munaði fyrir lokafjórðunginn. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður hafði Þór tekið fram úr grönnum sínum og við tók æsispennandi barátta. Bakovic skoraði tvær næstu körfur og hann kom Þór í 68-65 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Jamal Olasawere sýndi styrk sinn undir körfunni, hitti ekki en tók sjálfur frákastið og tveir Þórsarar lágu eftir á vellinum. Vörn Grindavíkur hélt í næstu sókn og Sigtryggur Arnar Björnsson kom boltanum á Olasawere og Grindavík endurheimti forystuna. Enn voru þrjár mínútur eftir. Halldór Garðar Hermannsson fékk dauðafæri fyrir utan þriggja stiga línuna en skotið geigaði. Grindavík fór í sókn og Sigtryggur Arnar átti meistarasendingu á Ólaf Ólafsson og Grindavík náði þriggja stiga forystu, 71-68, og rúmar tvær mínútur eftir af leiknum. Við tók löng sókn hjá Þór og Davíð Arnar Ágústsson jafnaði metin í 71-71 í þann mund sem sókn Þórsara var að renna út í sandinn. Ekkert var skorað á þeim 100 sekúndum sem eftir voru en liðin fengu svo sannarlega til að skora. Staðan 71-71 og framlengju þurfti til að knýja fram úrslit. Þar hafði Þór betur og vann, 83-79. Bakovic skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Þór. Dino Butorac 15 skoraði stig og gaf tíu stoðsendingar. Olasawere var stigahæstur í Grindavíkurliðinu með 22 stig og 15 fráköst.Klippa: Sportpakkinn: Dominos deild karla
Dominos-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Sportpakkinn: Stjarnan slapp með skrekkinn gegn Val Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð í Domino's deild karla í körfubolta. Valur hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. 14. nóvember 2019 15:00 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 83-79 | Suðurstrandarslagurinn stóð fyrir sínu Það var meiri kraftur í Þórsurum í framlengingunni. 13. nóvember 2019 22:30 Tap hjá Israel Martin á gamla heimavellinum Israel Martin mætti á sinn gamla heimavöll er lærisveinar hans í Haukum töpuðu fyrir Tindasstól, 89-77, í Síkinu í kvöld. Leikurinn var liður í 7. umferð Domnos-deildar karla. 13. nóvember 2019 20:55 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Sportpakkinn: Stjarnan slapp með skrekkinn gegn Val Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð í Domino's deild karla í körfubolta. Valur hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. 14. nóvember 2019 15:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 83-79 | Suðurstrandarslagurinn stóð fyrir sínu Það var meiri kraftur í Þórsurum í framlengingunni. 13. nóvember 2019 22:30
Tap hjá Israel Martin á gamla heimavellinum Israel Martin mætti á sinn gamla heimavöll er lærisveinar hans í Haukum töpuðu fyrir Tindasstól, 89-77, í Síkinu í kvöld. Leikurinn var liður í 7. umferð Domnos-deildar karla. 13. nóvember 2019 20:55