Sportpakkinn: Stjarnan slapp með skrekkinn gegn Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2019 15:00 Tomsick skoraði gríðarlega mikilvæga stig undir lok leiksins gegn Val. vísir/daníel Stjarnan slapp með skrekkinn þegar Valur kom í heimsókn í Garðabæinn í 7. umferð Domino's deildar karla í gær. Lokatölur 83-79, Stjörnumönnum í vil.Arnar Björnsson tók saman frétt um leikinn. Hana má sjá hér fyrir neðan. Leikurinn var jafn framan af en staðan var 18-18 þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af 1. leikhluta. Stjarnan skoraði 13 stig í röð og náði mest 22ja stiga forystu. Það benti fátt til þess að leikurinn yrði spennandi. Valur skoraði aðeins 17 stig í seinni hálfleik gegn Njarðvík í síðasta leik en í gærkvöldi var allt annar bragur á Hliðarendaliðinu. Stigin í seinni hálfleik urðu 47. Fyrir lokafjórðunginn var Stjarnan með átta stiga forystu. Valur byrjaði hann vel. Austin Magnus Bracey og Frank Aron Booker hittu úr tveimur þriggja stiga skotum og þegar ein og hálf mínúta var búin af 4. leikhluta hafði Valur minnkað muninn í fjögur stig, 69-65. Enn saxaði Valur á forystuna, Frank Aron Booker skoraði og munurinn kominn niður í tvö stig. Stjarnan skoraði næstu fimm stig, Tómas Þórður Hilmarsson og Ægir Þór Steinarsson þegar Valsmenn misstu boltann klaufalega. Bráðnauðsynlegar körfur fyrir Stjörnuna á kafla þegar Valsmenn voru á fljúgandi siglingu. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, tók leikhlé. Gestirnir héldu áfram að þjarma að heimamönnum. Pavel Ermolinski minnkaði muninn í fjögur stig og viðsnúningurinn var fullkomnaður þegar Ástþór Atli Svalason kom Valsmönnum yfir með góðri þriggja stiga körfu úr horninu og fjórar mínútur eftir. En Stjarnan reyndist sterkari í lokin. Niclas Tomsick skoraði með þriggja stiga skoti þegar rúmar 18 sekúndur voru eftir. Valur fékk tækifæri en þristur Austin Magnus Bracey fór ekki niður. Kyle Johnson skoraði úr tveimur vítaskotum í lokin og Stjarnan vann, 83-79. Tomsick og Tómas Þórður skoruðu 19 stig fyrir Stjörununa og sá síðarnenfdi tók að auki ellefu fráköst. Frank Aron Booker 29 stig fyrir Val og gaf einnig átta stoðsendingar. Pavel Ermolinskij tók 15 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og skoraði sex stig í þriðja tapi Vals í röð.Klippa: Sportpakkinn: Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Dominos-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 83-79 | Stjarnan marði Val Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð. 13. nóvember 2019 22:15 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Stjarnan slapp með skrekkinn þegar Valur kom í heimsókn í Garðabæinn í 7. umferð Domino's deildar karla í gær. Lokatölur 83-79, Stjörnumönnum í vil.Arnar Björnsson tók saman frétt um leikinn. Hana má sjá hér fyrir neðan. Leikurinn var jafn framan af en staðan var 18-18 þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af 1. leikhluta. Stjarnan skoraði 13 stig í röð og náði mest 22ja stiga forystu. Það benti fátt til þess að leikurinn yrði spennandi. Valur skoraði aðeins 17 stig í seinni hálfleik gegn Njarðvík í síðasta leik en í gærkvöldi var allt annar bragur á Hliðarendaliðinu. Stigin í seinni hálfleik urðu 47. Fyrir lokafjórðunginn var Stjarnan með átta stiga forystu. Valur byrjaði hann vel. Austin Magnus Bracey og Frank Aron Booker hittu úr tveimur þriggja stiga skotum og þegar ein og hálf mínúta var búin af 4. leikhluta hafði Valur minnkað muninn í fjögur stig, 69-65. Enn saxaði Valur á forystuna, Frank Aron Booker skoraði og munurinn kominn niður í tvö stig. Stjarnan skoraði næstu fimm stig, Tómas Þórður Hilmarsson og Ægir Þór Steinarsson þegar Valsmenn misstu boltann klaufalega. Bráðnauðsynlegar körfur fyrir Stjörnuna á kafla þegar Valsmenn voru á fljúgandi siglingu. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, tók leikhlé. Gestirnir héldu áfram að þjarma að heimamönnum. Pavel Ermolinski minnkaði muninn í fjögur stig og viðsnúningurinn var fullkomnaður þegar Ástþór Atli Svalason kom Valsmönnum yfir með góðri þriggja stiga körfu úr horninu og fjórar mínútur eftir. En Stjarnan reyndist sterkari í lokin. Niclas Tomsick skoraði með þriggja stiga skoti þegar rúmar 18 sekúndur voru eftir. Valur fékk tækifæri en þristur Austin Magnus Bracey fór ekki niður. Kyle Johnson skoraði úr tveimur vítaskotum í lokin og Stjarnan vann, 83-79. Tomsick og Tómas Þórður skoruðu 19 stig fyrir Stjörununa og sá síðarnenfdi tók að auki ellefu fráköst. Frank Aron Booker 29 stig fyrir Val og gaf einnig átta stoðsendingar. Pavel Ermolinskij tók 15 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og skoraði sex stig í þriðja tapi Vals í röð.Klippa: Sportpakkinn: Þriðji sigur Stjörnunnar í röð
Dominos-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 83-79 | Stjarnan marði Val Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð. 13. nóvember 2019 22:15 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 83-79 | Stjarnan marði Val Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð. 13. nóvember 2019 22:15