Sportpakkinn: Stjarnan slapp með skrekkinn gegn Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2019 15:00 Tomsick skoraði gríðarlega mikilvæga stig undir lok leiksins gegn Val. vísir/daníel Stjarnan slapp með skrekkinn þegar Valur kom í heimsókn í Garðabæinn í 7. umferð Domino's deildar karla í gær. Lokatölur 83-79, Stjörnumönnum í vil.Arnar Björnsson tók saman frétt um leikinn. Hana má sjá hér fyrir neðan. Leikurinn var jafn framan af en staðan var 18-18 þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af 1. leikhluta. Stjarnan skoraði 13 stig í röð og náði mest 22ja stiga forystu. Það benti fátt til þess að leikurinn yrði spennandi. Valur skoraði aðeins 17 stig í seinni hálfleik gegn Njarðvík í síðasta leik en í gærkvöldi var allt annar bragur á Hliðarendaliðinu. Stigin í seinni hálfleik urðu 47. Fyrir lokafjórðunginn var Stjarnan með átta stiga forystu. Valur byrjaði hann vel. Austin Magnus Bracey og Frank Aron Booker hittu úr tveimur þriggja stiga skotum og þegar ein og hálf mínúta var búin af 4. leikhluta hafði Valur minnkað muninn í fjögur stig, 69-65. Enn saxaði Valur á forystuna, Frank Aron Booker skoraði og munurinn kominn niður í tvö stig. Stjarnan skoraði næstu fimm stig, Tómas Þórður Hilmarsson og Ægir Þór Steinarsson þegar Valsmenn misstu boltann klaufalega. Bráðnauðsynlegar körfur fyrir Stjörnuna á kafla þegar Valsmenn voru á fljúgandi siglingu. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, tók leikhlé. Gestirnir héldu áfram að þjarma að heimamönnum. Pavel Ermolinski minnkaði muninn í fjögur stig og viðsnúningurinn var fullkomnaður þegar Ástþór Atli Svalason kom Valsmönnum yfir með góðri þriggja stiga körfu úr horninu og fjórar mínútur eftir. En Stjarnan reyndist sterkari í lokin. Niclas Tomsick skoraði með þriggja stiga skoti þegar rúmar 18 sekúndur voru eftir. Valur fékk tækifæri en þristur Austin Magnus Bracey fór ekki niður. Kyle Johnson skoraði úr tveimur vítaskotum í lokin og Stjarnan vann, 83-79. Tomsick og Tómas Þórður skoruðu 19 stig fyrir Stjörununa og sá síðarnenfdi tók að auki ellefu fráköst. Frank Aron Booker 29 stig fyrir Val og gaf einnig átta stoðsendingar. Pavel Ermolinskij tók 15 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og skoraði sex stig í þriðja tapi Vals í röð.Klippa: Sportpakkinn: Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Dominos-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 83-79 | Stjarnan marði Val Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð. 13. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Stjarnan slapp með skrekkinn þegar Valur kom í heimsókn í Garðabæinn í 7. umferð Domino's deildar karla í gær. Lokatölur 83-79, Stjörnumönnum í vil.Arnar Björnsson tók saman frétt um leikinn. Hana má sjá hér fyrir neðan. Leikurinn var jafn framan af en staðan var 18-18 þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af 1. leikhluta. Stjarnan skoraði 13 stig í röð og náði mest 22ja stiga forystu. Það benti fátt til þess að leikurinn yrði spennandi. Valur skoraði aðeins 17 stig í seinni hálfleik gegn Njarðvík í síðasta leik en í gærkvöldi var allt annar bragur á Hliðarendaliðinu. Stigin í seinni hálfleik urðu 47. Fyrir lokafjórðunginn var Stjarnan með átta stiga forystu. Valur byrjaði hann vel. Austin Magnus Bracey og Frank Aron Booker hittu úr tveimur þriggja stiga skotum og þegar ein og hálf mínúta var búin af 4. leikhluta hafði Valur minnkað muninn í fjögur stig, 69-65. Enn saxaði Valur á forystuna, Frank Aron Booker skoraði og munurinn kominn niður í tvö stig. Stjarnan skoraði næstu fimm stig, Tómas Þórður Hilmarsson og Ægir Þór Steinarsson þegar Valsmenn misstu boltann klaufalega. Bráðnauðsynlegar körfur fyrir Stjörnuna á kafla þegar Valsmenn voru á fljúgandi siglingu. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, tók leikhlé. Gestirnir héldu áfram að þjarma að heimamönnum. Pavel Ermolinski minnkaði muninn í fjögur stig og viðsnúningurinn var fullkomnaður þegar Ástþór Atli Svalason kom Valsmönnum yfir með góðri þriggja stiga körfu úr horninu og fjórar mínútur eftir. En Stjarnan reyndist sterkari í lokin. Niclas Tomsick skoraði með þriggja stiga skoti þegar rúmar 18 sekúndur voru eftir. Valur fékk tækifæri en þristur Austin Magnus Bracey fór ekki niður. Kyle Johnson skoraði úr tveimur vítaskotum í lokin og Stjarnan vann, 83-79. Tomsick og Tómas Þórður skoruðu 19 stig fyrir Stjörununa og sá síðarnenfdi tók að auki ellefu fráköst. Frank Aron Booker 29 stig fyrir Val og gaf einnig átta stoðsendingar. Pavel Ermolinskij tók 15 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og skoraði sex stig í þriðja tapi Vals í röð.Klippa: Sportpakkinn: Þriðji sigur Stjörnunnar í röð
Dominos-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 83-79 | Stjarnan marði Val Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð. 13. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 83-79 | Stjarnan marði Val Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð. 13. nóvember 2019 22:15