Erlent

Endur­taka leikinn og loka eyjunum fyrir ferða­mönnum vegna við­halds

Atli Ísleifsson skrifar
Ásmundarstakkur á Suðurey.
Ásmundarstakkur á Suðurey. Getty

Færeyingar munu loka eyjunum fyrir ferðamönnum helgina 16. og 17. apríl á næsta ári vegna viðhalds. Munu heimamenn og sjálfboðaliðar þá vinna að viðhaldi og uppbyggingu á vinsælum ferðamannastöðum á eyjunum.

Eyjunum var lokað vegna viðhalds fyrr á árinu og þótti verkefið takast það vel að ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn.

Þetta kemur fram á heimasíðunni Visit Faroe Islands. Straumur ferðamanna til Færeyja hefur stóraukist á síðustu árum, en árið 2013 heimsóttu 68 þúsund ferðamenn eyjarnar, en fjöldinn var 110 þúsund á síðasta ári. Til samanburðar búa um 51 þúsund manns í Færeyjum.

Umræðan um hvernig skyldi takast á við hinn stóraukna ferðamannastraum var eitt helsta kosningamálið í þingkosningunum sem fram fóru í Færeyjum í ágúst.

Verkefnið ber heitið „Lokað vegna viðhalds – opið fyrir sjálfboðaliðsferðamennsku“. Þannig er auglýst eftir ákveðnum fjölda sjálfboðaliða og er þeim boðið upp á fæði og húsnæði á meðan á helginni stendur, gegn því að vinna að viðvaldi á fjórtán völdum ferðamannastöðum á eyjunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.