Handbolti

Alexander skoraði fimm í mikilvægum sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexander er í toppbaráttunni í Þýskalandi
Alexander er í toppbaráttunni í Þýskalandi vísir/getty

Alexander Petersson og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu mikilvægan sigur í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Alexander skoraði fimm mörk fyrir Ljónin í eins marks útisigri á Leipzig, 29-28. Heimamenn höfðu verið yfir 16-15 í hálfleik.

Rhein-Neckar er tveimur stigum frá toppliðum Hannover og Flensburg, en Hannover á þó leik til góða.

Það er önnur staða hjá Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo en þeir eru í hættusvæði við fallsætin.

Lemgo tapaði illa fyrir Flensburg á heimavelli 18-27. Bjarki Már var eins og svo oft áður markahæstur í liði Lemgo en skoraði þó aðeins fjögur mörk í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.