

Uppljóstrun eða hefnd?
Ég er einn þeirra mörgu, sem fylgdust með Kveik á þriðjudags-kvöldi, þar sem fjallað var um meinta spillingu og brot Samherja í Namibíu.
Auðvitað var það óskemmtileg mynd, sem þarna var dregin upp, svo að ekki sé meira sagt, en ýmislegt kom mér þar þó kunnuglega fyrir sjónir.
Uppljóstrarinn mikli virkaði ekki sérlega vel á mig né heldur sagan, sem hann sagði. Í raun var ekki annað að heyra, en hann hefði sjálfur verið höfuðpaurinn í „spillingunni“. – Án þess að þekkja manninn, leyfi ég mér að segja þetta: Þennan blessaða mann hefði ég varla ráðið vinnu. Þetta var svona „búktilfinning“, eins og Þjóðverjinn segir.
Nú er það svo, ef dæma á menn eða fyrirtæki, þarf að líta til allra þátta; góðs og ills og alls þar á milli. Ég þekki ekki Samherja eða þá menn, sem rifið hafa upp það fyrirtæki, ekki bara hér, heldur gert það að leiðandi fyrirtæki á sviði fiskveiða, fiskverkunar og fiskviðskipta á alþjóða vettvangi.
En, þegar ég bjó í Þýzkalandi, frétti ég, að eitthvert framsækið íslenzkt fyrirtæki hefði keypt og yfirtekið eitt helzta sjávarútvegs-fyrirtækið í Bremerhaven. Vel gert.
Seinna, eftir að ég var kominn hingað heim, sá ég, að þarna var merkilegt fyrirtæki á ferðinni, með um 850 starfsmenn hér og mikinn fjölda erlendra starfsmanna, sem hafði ekki aðeins spjarað sig vel hér, heldur líka í þrælharði alþjóðlegri samkeppni.
Gilda þar auðvitað engar elsku-amma-aðferðir, ef árangur á að nást, og ekki getur einn aðili breytt leikreglum upp á eigin spýtur. Heilindi þurfa þó auðvitað að vera til staðar.
Enginn nær árangri án þess, að hann búi yfir þrennu: Áreiðanleika, vörugæðum og sanngirni: Menn verða að standa fyrir sínu, og það verður að vera hægt, að treysta þeim. Árangur Samherja bendir til þess, að þetta geti átt við um þá.
Hefur einhver haft fyrir því, að reikna út og stilla því upp, sem Samherji hefur gert fyrir íslenzkt samfélag – beint og óbeint - í formi launagreiðslna, skattgreiðslna, gjaldeyrisöflunar og annars? Mættu þeir góðu menn, sem hafa eytt mánuðum í að veltu upp slæmri hlið á starfsemi Samherja, gjarnan taka viku í það.
Um nokkurt árabil sá ég um vöruþróun og framleiðslu fyrir heimsþekkt japanskt vörumerki á sviði hljómtækja og sjónvarpstækja. Fór framleiðsla mest fram í kínverskum verksmiðjum. Í eitt skipti var ég að semja um framleiðslu á tilteknu tæki.
Forstjórinn, sem reyndar var breskur, tjáði mér, að allra lægsta framleiðsluverð væri 70 Bandaríkjadalir. Bætti hann því svo við, að tiltekinn aðili hefði sérsamning við verksmiðju, enda hefði hann milligöngu fyrir marga aðra kaupendur og hefði því alveg sérstök kjör og allra lægsta verð.
Með slíkri milligöngu, mætti færa framleiðslukostnað úr 70 Bandaríkjadölum í 65, en þá yrði að greiða þessum millilið 1 Bandaríkjadal í umboðslaun. Engum sögum fór af eiganda þessa milliliðafyrirtækis.
Í sannleika sagt, herja svona kerfi – vafasöm og óheiðarleg en ekki ólögleg - í margs konar alþjóðlegum viðskiptum, og ég sé ekki fyrir mér, að hægt verði að útrýma þeim, þó æskilegt væri.
Lykilmenn eru að notfæra sér aðstöðu sína. Á ættartengsl, vináttutengsl og hagsmunatengsl verður seint höggvið.
Oft er talað um umboðslaun, ráðgjöf eða kick-backs. Það sneiðir enginn, sem árangri vill ná á erlendum vettvangi, einkum ekki í þróunarlöndunum, fram hjá þessum kerfum. Jafn illt og það er.
Mér sýnist Samherjamenn hafa lent í því, eins og margir aðrir.
„Skattsvik“ er vinsælt orð og mikið notað. Auðvitað flott, þegar talað er um aðra. En, er hér einhver, sem ekki reynir, að lækka sína skatta? Auðvitað gera það allir góðir menn innan ramma reglna, laga og góðs siðferðis.
Ég á ekki von á því, að það eigi eftir að koma í ljós, að skattsvik hafi átt sér stað hjá Samherja. Mér sýnist þeir aðeins vera að nota sér lögleg kerfi og leiðir, sem eru til staðar, þó að ég vilji ekki mæla þeim bót. Það sára er auðvitað, að bláfátækir Namibíubúar fá ekki sína skattpening.
Ég veit ekki um neitt alþjóðlegt fyrirtæki, sem ekki leitar allra löglegra leiða til að auka ávinning og tekjur og spara skatta. Reyndar er þessi viðleitni fyrsta skylda stjórnenda gagnvart hluthöfum. Auðvitað þarf líka að vera siðsemi í öllu, og er lögð vaxandi áherzla á það í hinum Vestræna heimi.
Yfirvöld og eftirlitsaðilar reyna eftir bezta megni, að vinna gegn skattsvikum og skattatilfæringum. Eru kommissarar ESB þar fremstir í flokki. ESB hefur sektað þúsundir alþjóðlegra fyrirtækja - stórra og smárra - síðustu árin fyrir tilfæringar í skattamálum, verðsamráð, ólöglegar greiðslur og önnur brot.
Þeir, sem ESB hefur tekið í karphúsið, eru m.a. Google, Microsoft, Facebook, Apple, Amazon, allir helztu bifreiðafamleiðendurnir álfunnar, allir helztu bankar, öll helztu flugfélög og svona mætti lengi telja. „You name it“.
Auðvitað þarf að reyna að laga þetta, en það verður ekki gert með því, að níða niður eitt helzta og merkasta fyrirtæki landsins, þó að nokkur efni standi til.
Saksóknarar og dómsstólar munu rannsaka og ákveða, hvað er hér rétt eða rangt, löglegt eða ólöglegt, og munu dómar falla, eftir því, sem efni standa til.
Ef ég væri í forsvari hjá Samherja, myndi ég taka upp veskið fljótt og vel og greiða Namibíumönnum jafnvirði þess, sem í vafasama milliliði fór; jafna þannig siðferðisreikninginn.
Höfundur er formaður Jarðarvina.
Skoðun

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar

Samtökin 78 verðlauna sögufölsun
Böðvar Björnsson skrifar

Afstaða – á vaktinni í 20 ár
Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi
París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar

Varað við embætti sérstaks saksóknara
Gestur Jónsson skrifar

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu
María Helena Mazul skrifar

Meira að segja formaður Viðreisnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn
Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Steypuklumpablætið í borginni
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni!
Pétur Heimisson skrifar

Blæðandi vegir
Sigþór Sigurðsson skrifar

Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur
Elínborg Björnsdóttir skrifar

Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð
Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar

„Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“
Svanur Guðmundsson skrifar

Opinber áskorun til prófessorsins
Brynjar Karl Sigurðsson skrifar

Nærvera
Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu
Björn Teitsson skrifar

Þessi jafnlaunavottun...
Sunna Arnardottir skrifar

Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

#BLESSMETA – fyrsta grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Dáleiðsla er ímyndun ein
Hrefna Guðmundsdóttir skrifar