Handbolti

Sportpakkinn: Valsmenn mæta sterku liði í Austurríki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valsmenn hafa farið brösulega af stað í Olísdeildinni
Valsmenn hafa farið brösulega af stað í Olísdeildinni vísir/daníel
Valur mætir austurríska liðinu Bregenz í Áskorendabikar Evrópu í handbolta um helgina.Báðir leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram ytra, fyrri leikurinn í dag, laugardag, og sá seinni á morgun.Bæði lið eiga það sameiginlegt að hafa byrjað illa í deildarkeppnunum heima fyrir, en Guðjón Guðmundsson fjallaði um viðureignina í Sportpakkanum.Valsmennirnir Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson hafa báðir stýrt liði Bregenz.Hverjir eru möguleikar Vals um helgina?„Mér líst bara vel á þá,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals.„Við erum búnir að reyna að kíkja á þá á milli leikja, þetta er hörkulið með fleiri atvinnumenn en við.“„Við þurfum á góðum leikjum að halda, ekki spurning, en að því sögðu þá held ég að við eigum klárlega möguleika.“

Klippa: Sportpakkinn: Valur í Evrópukeppni um helgina

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.