Körfubolti

„Þarft kannski frekar áfallahjálp eftir eins stigs tap“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þór hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í Domino's deild karla í vetur.
Þór hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í Domino's deild karla í vetur. mynd/facebook-síða þórs
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Ak., bar sig vel þrátt fyrir 61 stigs tap hans manna fyrir Njarðvík, 113-52, í kvöld.„Fljótlega þegar fór að líða á seinni hálfleikinn sá maður hvernig þetta myndi enda. Maður var búinn að jafna sig á að tapa. Þetta er öðruvísi en að tapa með einu stigi, þá þarftu kannski á áfallahjálp að halda,“ sagði Lárus við Vísi eftir leik.Þórsarar hafa tapað öllum leikjum sínum í vetur en aldrei eins illa og í kvöld.„Við hittum á Njarðvík í ágætis stuði. Eftir 1. leikhluta var þetta jafnt en þeir náðu áhlaupi í 2. leikhluta. Eftir það náðum við engu áhlaupi sem er mjög óvenjulegt. Yfirleitt nær maður einhvers konar áhlaupi,“ sagði Lárus.En fannst honum Þórsarar gefast upp í leiknum?„Mér fannst við missa móðinn. Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla þetta uppgjöf. Ungu strákarnir sem komu inn á lögðu sig alla fram en þá voru þeir að spila á móti betri körfuboltamönnum. Lykilmenn okkar voru ekki nógu góðir í dag,“ sagði Lárus.Hans bíður það erfiða verkefni að reisa Þórsara við eftir þetta stórtap í kvöld.„Ég kom einu sinni hingað með Hamri og tapaði með 50 stigum. Við fengum nýjan Bandaríkjamann og unnum átta í röð eftir það,“ sagði Lárus að lokum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.