Golf

Haukur kjörinn forseti Evrópska golfsambandsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur hefur setið í framkvæmdastjórn EGA síðan 2015.
Haukur hefur setið í framkvæmdastjórn EGA síðan 2015. vísir/daníel

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, var í dag kjörinn forseti Evrópska golfsambandsins, EGA.

Haukur verður forseti EGA til 2021. Hann tók formlega við embættinu af Pierre Bechmann á ársþingi EGA í Chantilly í Frakklandi í dag.

„Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig en ekki síður viðurkenning fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár. Það er margt spennandi að gerast í evrópsku golfi og ég efast ekki um að þessi aðkoma mín að EGA muni gefa okkur hér á landi enn meiri byr í seglin,“ segir Haukur Örn á golf.is.

Haukur hefur setið í framkvæmdastjórn EGA frá 2015. Undanfarin tvö ár hefur hann gengt embætti verðandi forseta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.