Handbolti

Aron skoraði sex í 79 marka leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron og félagar hafa unnið sex leiki í röð í Meistaradeild Evrópu.
Aron og félagar hafa unnið sex leiki í röð í Meistaradeild Evrópu. vísir/getty
Aron Pálmarsson skoraði sex mörk þegar Barcelona vann öruggan sigur á Aalborg, 44-35, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hafnfirðingurinn gaf auk þess fjölda stoðsendinga.

Þetta var sjöundi sigur Börsunga í röð í Meistaradeildinni. Þeir á toppi riðilsins með tólf stig, jafn mörg og Paris Saint-Germain.

Aalborg, sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, er í 4. sæti riðilsins.

Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Aleix Gómez var markahæstur í liði Barcelona með níu mörk. Allir útileikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.