Handbolti

Aron skoraði sex í 79 marka leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron og félagar hafa unnið sex leiki í röð í Meistaradeild Evrópu.
Aron og félagar hafa unnið sex leiki í röð í Meistaradeild Evrópu. vísir/getty

Aron Pálmarsson skoraði sex mörk þegar Barcelona vann öruggan sigur á Aalborg, 44-35, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hafnfirðingurinn gaf auk þess fjölda stoðsendinga.

Þetta var sjöundi sigur Börsunga í röð í Meistaradeildinni. Þeir á toppi riðilsins með tólf stig, jafn mörg og Paris Saint-Germain.

Aalborg, sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, er í 4. sæti riðilsins.

Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Aleix Gómez var markahæstur í liði Barcelona með níu mörk. Allir útileikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.