Körfubolti

Körfuboltakvöld: Valsmenn þurfa að rífa metnaðinn í gang

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
PJ Alawoya varð Íslandsmeistari með KR 2017.
PJ Alawoya varð Íslandsmeistari með KR 2017. vísir/anton
Frank Aron Booker leiddi Val áfram í tapinu fyrir Stjörnunni í Domino's deildinni í kvöld. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frammistöðu hans í uppgjörsþættinum á Stöð 2 Sport.Valur tapaði 83-79 fyrir Stjörnunni þar sem Booker skoraði 29 stig fyrir Val.„Hann tók þetta hlutverk að leiða liðið áfram,“ sagði Kjartan Atali Kjartansson.Valsmenn eru að öllum líkindum að fá bakvörð inn í liðið sitt á næstu dögum, orðrómur er um að þeir ætli að fá P.J. Alawoya til sín.„Rífið metnaðinn aðeins í gang, þið eruð ekki að fara að taka P.J. Alawoya,“ sagði Sævar Sævarsson.„Hann getur spilað með bestu leikmönnum á Íslandi en þeir þurfa að taka betri Kana ef þeir ætla að fara og gera eitthvað.“Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Valur þarf betri mann en AlawoyaFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.