Handbolti

Valsmenn völtuðu yfir Bregenz

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valsmenn eru komnir áfram
Valsmenn eru komnir áfram vísir/bára

Valur valtaði yfir austurríska liðið Bregenz í seinni leik liðanna í þriðju umferð Áskorendabikar Evrópu í handbolta.

Fyrri leikurinn fór fram í gær og gerðu liðin jafntefli 31-31. Það var því allt opið fyrir seinni leikinn.

Valsmenn mættu í hann af miklum krafti og komu sér fljótt upp nokkuð þægilegri forystu. Í hálfleik var staðan 17-10.

Valsmenn héldu áfram að keyra yfir Bregenz í seinni hálfleik og fór svo að Valur vann með 10 mörkum, 21-31, og eru Valsmenn því komnir áfram.

Finnur Ingi Stefánsson og Agnar Smári Jónsson voru markahæstir Valsmanna með sex mörk og Anton Rúnarsson skoraði fimm.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.