Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir skrifar 19. nóvember 2019 10:30 Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp sem stúdentar hafa lengi beðið eftir, frumvarp um námslánakerfi að norrænni fyrirmynd. Hér er um að ræða frumvarp um Menntasjóð námsmanna og eitt stærsta hagsmunamál stúdenta. Nú hafa stjórnvöld tækifæri til þess að auka jafnrétti til náms, jafna kjör stúdenta á við aðra hópa og auka aðgengi að menntun og er því mikilvægt að vanda vel til verksins. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) var stofnaður á sínum tíma til þess að tryggja tækifæri til náms óháð efnahag. Sjóðurinn hefur þó ekki verið gallalaus heldur hafa stúdentar þurft að standa í ströngu til að berjast fyrir boðlegum kjörum. Mikilvægt er að þetta upprunalega hlutverk sjóðsins, að jafna tækifæri til náms, sé tryggt í nýjum lögum og sjóðurinn styðji best við þá stúdenta sem standa höllum fæti í samfélaginu. Í nýju frumvarpi um Menntasjóð námsmanna eru margar góðar úrbætur og þeim ber að fagna. Stuðningur við fjölskyldufólk eykst, kostur er á að fá námslánin greidd út mánaðarlega í stað tvisvar á ári og hluti námslánsins fellur niður að námi loknu ef stúdent klárar á tilsettum tíma, svo helstu dæmi séu tekin. Það er þó margt sem má bæta áður en þetta frumvarp verður að lögum og þá er helst að nefna miklar breytingar á vaxtakjörum. Í núverandi umhverfi hafa vextir verið fastir í 1% síðan lög um lánasjóðinn tóku gildi 1992 og er lögbundið hámark vaxtanna 3%. Í frumvarpinu eiga vextir að verða breytilegir án vaxtahámarks og er það mikil afturför. Þessar stóru breytingar á vaxtakjörum hafa alltof mikla óvissu í för með sér fyrir lántaka og hafa ekki hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Óöruggt vaxtaumhverfi er ekki til þess fallið að auka aðsókn í nám og fer það gegn hlutverki sjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs. Ekkert í nýju frumvarpi setur stjórn Menntasjóðs námsmanna skýr fyrirmæli um að framfærslulán, sem ákveðin eru af stjórn með úthlutunarreglum hvert ár, verði að vera nægjanlega há svo stúdentar geti framfleytt sér á þeim. Þó orðalag frumvarpsins um markmið lagasetningarinnar og sjóðsins sé fegrað frá því sem segir í gildandi lögum, þá boðar Menntasjóðurinn hvorki efnislega breytingu á hlutverki sjóðsins né markmiðum hans. Því er ekki fyrirséð að sjóðurinn muni uppfylla hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður enda er ekki skýrt að stúdentar geti lifað á þeirri framfærslu sem sjóðurinn á að veita. Þeir kostir sem nýtt frumvarp á að hafa í för með sér, að stúdentar klári nám á réttum tíma og skili sér fyrr út á að vinnumarkaðinn, gætu orðið að engu ef stúdentar halda áfram að þurfa að vinna jafn mikið og raun er með námi til að framfleyta sér. Nauðsynlegt er að framfærsla sé tryggð og sjóðsstjórn sé skylt að gera betur en verið hefur gert með LÍN. Eins og frumvarpið stendur í dag er því miður að í finna glötuð tækifæri til þess að auka fjárfestingu í menntun. Það er pólitískt val að stúdentar standi höllum fæti og nú er tækifæri til þess að bæta úr því.Höfundur er aðalfulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp sem stúdentar hafa lengi beðið eftir, frumvarp um námslánakerfi að norrænni fyrirmynd. Hér er um að ræða frumvarp um Menntasjóð námsmanna og eitt stærsta hagsmunamál stúdenta. Nú hafa stjórnvöld tækifæri til þess að auka jafnrétti til náms, jafna kjör stúdenta á við aðra hópa og auka aðgengi að menntun og er því mikilvægt að vanda vel til verksins. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) var stofnaður á sínum tíma til þess að tryggja tækifæri til náms óháð efnahag. Sjóðurinn hefur þó ekki verið gallalaus heldur hafa stúdentar þurft að standa í ströngu til að berjast fyrir boðlegum kjörum. Mikilvægt er að þetta upprunalega hlutverk sjóðsins, að jafna tækifæri til náms, sé tryggt í nýjum lögum og sjóðurinn styðji best við þá stúdenta sem standa höllum fæti í samfélaginu. Í nýju frumvarpi um Menntasjóð námsmanna eru margar góðar úrbætur og þeim ber að fagna. Stuðningur við fjölskyldufólk eykst, kostur er á að fá námslánin greidd út mánaðarlega í stað tvisvar á ári og hluti námslánsins fellur niður að námi loknu ef stúdent klárar á tilsettum tíma, svo helstu dæmi séu tekin. Það er þó margt sem má bæta áður en þetta frumvarp verður að lögum og þá er helst að nefna miklar breytingar á vaxtakjörum. Í núverandi umhverfi hafa vextir verið fastir í 1% síðan lög um lánasjóðinn tóku gildi 1992 og er lögbundið hámark vaxtanna 3%. Í frumvarpinu eiga vextir að verða breytilegir án vaxtahámarks og er það mikil afturför. Þessar stóru breytingar á vaxtakjörum hafa alltof mikla óvissu í för með sér fyrir lántaka og hafa ekki hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Óöruggt vaxtaumhverfi er ekki til þess fallið að auka aðsókn í nám og fer það gegn hlutverki sjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs. Ekkert í nýju frumvarpi setur stjórn Menntasjóðs námsmanna skýr fyrirmæli um að framfærslulán, sem ákveðin eru af stjórn með úthlutunarreglum hvert ár, verði að vera nægjanlega há svo stúdentar geti framfleytt sér á þeim. Þó orðalag frumvarpsins um markmið lagasetningarinnar og sjóðsins sé fegrað frá því sem segir í gildandi lögum, þá boðar Menntasjóðurinn hvorki efnislega breytingu á hlutverki sjóðsins né markmiðum hans. Því er ekki fyrirséð að sjóðurinn muni uppfylla hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður enda er ekki skýrt að stúdentar geti lifað á þeirri framfærslu sem sjóðurinn á að veita. Þeir kostir sem nýtt frumvarp á að hafa í för með sér, að stúdentar klári nám á réttum tíma og skili sér fyrr út á að vinnumarkaðinn, gætu orðið að engu ef stúdentar halda áfram að þurfa að vinna jafn mikið og raun er með námi til að framfleyta sér. Nauðsynlegt er að framfærsla sé tryggð og sjóðsstjórn sé skylt að gera betur en verið hefur gert með LÍN. Eins og frumvarpið stendur í dag er því miður að í finna glötuð tækifæri til þess að auka fjárfestingu í menntun. Það er pólitískt val að stúdentar standi höllum fæti og nú er tækifæri til þess að bæta úr því.Höfundur er aðalfulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun