Handbolti

„Hárrétt hjá Rúnari en skýrir ekki allt saman“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spekingarnir í þætti gærkvöldsins.
Spekingarnir í þætti gærkvöldsins. vísir/skjáskot
Stjörnumenn köstuðu frá sér sigrinum gegn KA í Olís-deild karla á miðvikudagskvöldið en leiknum lauk að endingu með jafntefli.

Stjarnan náði mest sex marka forystu í leiknum en óðagot undir lok leiksins kostaði Stjörnumenn annað stigið.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í vetur og Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði eftir leikinn að Stjörnumenn væru ekki með nógu kaldan haus.

Seinni bylgjan fór ofan í saumana á vandræðum Stjörnunnar í gær og Henry Birgir Gunnarsson, þáttarstjórnandi, spurði hvort að útskýring Rúnars þjálfara væri nægilega góð.

„Menn þurfa á þessum kafla að vera með kaldan haus. Það er hárrétt hjá Rúnari en skýrir ekki allt saman,“ sagði Arnar Pétursson, einn spekingurinn. En afhverju tók Rúnar markvörðinn af velli?

„Það er stóra spurningin. Það er ákveðinn áhætta sem hann tekur. Afhverju veit ég ekki og ég skil þetta ekki,“ sagði Arnar.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Hrun Stjörnunnar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×