Einföld spurning fyrir „rannsakendur“ Kastljóss Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar 2. nóvember 2019 22:35 Gögn sem birst hafa undanfarna daga staðfesta grun um samansúrrað samráð og samskipti Kastljóss RÚV og Seðlabanka Íslands í aðdraganda innrásar í höfuðstöðvar Samherja og við gerð makalausra Kastljósþátta í lok mars og byrjun apríl 2012. Þar birtust rakalausar og ósannar fullyrðingar um lögbrot Samherja og Vinnslustöðvarinnar og dylgjað var um íslenskan sjávarútveg yfirleitt. Í Kastljósþætti 2. apríl 2012 fékk ég tækifæri til að bera af Vinnslustöðinni sakir og sagði síðan: „Þetta vekur mér spurningar um vinnubrögð Kastljóss. Það vekur mér líka spurningar um tímasetningu Kastljóss. Samherji daginn áður, strax í framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins. Við daginn eftir … Það sem er óhreint og stendur eftir er aðdragandinn og rannsókn á aðdraganda umfjöllunar Kastljóss og tímasetningin í tengslum við framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins.“ Af þessu tilefni leyfi ég mér að leggja fyrir Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson, ábyrgðarmenn umfjöllunar Kastljóss, einfalda spurningu: Standið þið enn við yfirlýsingu sem þið birtuð á sínum tíma og hljóðaði svo: „Vegna orða framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar vill Kastljós taka fram að þátturinn stendur í einu og öllu við umfjöllun sína“? Nú kemur nefnilega á daginn að tölvupóstar gengu linnulítið milli gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og RÚV. Póstur var til dæmis sendur frá RÚV daginn fyrir innrásina í Samherja og með honum uppkast að frétt um væntanlegar aðgerðir – til birtingar að aðgerðum loknum! Í Kastljósseríunni var Vinnslustöðin tekin fyrir sem dæmi um samsæri íslenskra útvegsmanna gegn íslensku samfélagi. Samvinna Kastljóss RÚV og Seðlabankans leiddi til rannsóknar bankans á tiltekinni starfsemi Vinnslustöðvarinnar, án vitneskju fyrirtækisins. Seðlabankinn kærði Vinnslustöðina í framhaldinu til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem fór yfir málið og fann ekkert athugavert. Þá loksins lagði Seðlabankinn niður skottið og afturkallaði kæruna. Í þessu ferli höfðu stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar réttarstöðu grunaðra í þrjú ár án þess að hafa hugmynd um það sjálfir! Á sama tíma veitti Vinnslustöðin gjaldeyriseftirliti Seðlabankans allar upplýsingar um viðskiptafærslur og annað sem óskað var eftir. „Glæpurinn“ fannst aldrei, enda ekki til nema sem hugarfóstur Kastljóss og gjaldeyriseftirlitsins sjálfs. Vinnslustöðin fékk ekki staðfesta vitneskju um það fyrr en löngu síðar að Seðlabankinn hefði allan tímann leikið tveimur skjöldum gagnvart fyrirtækinu. Atburðarásin sem hér er lýst er hvorki atriði úr bíómynd né skálduð lýsing á stjórnarháttum í einhverju bananalýðveldi sem Íslendingar kenna sig helst ekki við. Þetta er birtingarmynd samsæris og spillingar með sjálft Ríkisútvarpið og sjálfan Seðlabankann í aðalhlutverkum, væntanlega með vitneskju og velþóknun forystumanna ríkisstjórnar landsins á sínum tíma. Sérlega áhugavert er að formaður Blaðamannafélagsins skuli nú veita framferði Kastljóss heilbrigðisvottorð sem nauðsynlegu „aðhaldshlutverki“ og „heimildarvernd“ til að sinna skyldum sínum sem fjölmiðli í lýðræðissamfélagi. Helgar þá tilgangurinn meðalið? Hvernig gagnast það lýðræði að Kastljós beri á borð dylgjur og ósannindi um lögbrot fyrirtækja og láti þar við sitja? Kastljós RÚV fór með falsfréttir og stærði sig meira að segja af því að vera gerandi í „rannsókn“ á meintum lögbrotum. Ekkert stendur nú eftir nema skömm RÚV og Seðlabankans. Kastljós hefur enga tilburði sýnt til að segja frá því sem sannara reyndist og því síður biðjast velvirðingar á vinnubrögðum sínum. Við getum þrátt fyrir allt prísað okkur sæl yfir því að lögregla og dómstólar stóðu í lappirnar. Þökk sé líka forsætisráðherra og nýjum seðlabankastjóra fyrir að láta ekki fyrri seðlabankastjóra komast upp með að leyna upplýsingum um skandalinn. Sérstaklega ber að þakka að jafnframt því sem forsætisráðherra vísaði málinu til lögreglu voru opinberuð skjöl sem staðfesta sameiginlega og grófa misbeitingu valds í Efstaleiti og við Kalkofnsveg.Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Gögn sem birst hafa undanfarna daga staðfesta grun um samansúrrað samráð og samskipti Kastljóss RÚV og Seðlabanka Íslands í aðdraganda innrásar í höfuðstöðvar Samherja og við gerð makalausra Kastljósþátta í lok mars og byrjun apríl 2012. Þar birtust rakalausar og ósannar fullyrðingar um lögbrot Samherja og Vinnslustöðvarinnar og dylgjað var um íslenskan sjávarútveg yfirleitt. Í Kastljósþætti 2. apríl 2012 fékk ég tækifæri til að bera af Vinnslustöðinni sakir og sagði síðan: „Þetta vekur mér spurningar um vinnubrögð Kastljóss. Það vekur mér líka spurningar um tímasetningu Kastljóss. Samherji daginn áður, strax í framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins. Við daginn eftir … Það sem er óhreint og stendur eftir er aðdragandinn og rannsókn á aðdraganda umfjöllunar Kastljóss og tímasetningin í tengslum við framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins.“ Af þessu tilefni leyfi ég mér að leggja fyrir Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson, ábyrgðarmenn umfjöllunar Kastljóss, einfalda spurningu: Standið þið enn við yfirlýsingu sem þið birtuð á sínum tíma og hljóðaði svo: „Vegna orða framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar vill Kastljós taka fram að þátturinn stendur í einu og öllu við umfjöllun sína“? Nú kemur nefnilega á daginn að tölvupóstar gengu linnulítið milli gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og RÚV. Póstur var til dæmis sendur frá RÚV daginn fyrir innrásina í Samherja og með honum uppkast að frétt um væntanlegar aðgerðir – til birtingar að aðgerðum loknum! Í Kastljósseríunni var Vinnslustöðin tekin fyrir sem dæmi um samsæri íslenskra útvegsmanna gegn íslensku samfélagi. Samvinna Kastljóss RÚV og Seðlabankans leiddi til rannsóknar bankans á tiltekinni starfsemi Vinnslustöðvarinnar, án vitneskju fyrirtækisins. Seðlabankinn kærði Vinnslustöðina í framhaldinu til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem fór yfir málið og fann ekkert athugavert. Þá loksins lagði Seðlabankinn niður skottið og afturkallaði kæruna. Í þessu ferli höfðu stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar réttarstöðu grunaðra í þrjú ár án þess að hafa hugmynd um það sjálfir! Á sama tíma veitti Vinnslustöðin gjaldeyriseftirliti Seðlabankans allar upplýsingar um viðskiptafærslur og annað sem óskað var eftir. „Glæpurinn“ fannst aldrei, enda ekki til nema sem hugarfóstur Kastljóss og gjaldeyriseftirlitsins sjálfs. Vinnslustöðin fékk ekki staðfesta vitneskju um það fyrr en löngu síðar að Seðlabankinn hefði allan tímann leikið tveimur skjöldum gagnvart fyrirtækinu. Atburðarásin sem hér er lýst er hvorki atriði úr bíómynd né skálduð lýsing á stjórnarháttum í einhverju bananalýðveldi sem Íslendingar kenna sig helst ekki við. Þetta er birtingarmynd samsæris og spillingar með sjálft Ríkisútvarpið og sjálfan Seðlabankann í aðalhlutverkum, væntanlega með vitneskju og velþóknun forystumanna ríkisstjórnar landsins á sínum tíma. Sérlega áhugavert er að formaður Blaðamannafélagsins skuli nú veita framferði Kastljóss heilbrigðisvottorð sem nauðsynlegu „aðhaldshlutverki“ og „heimildarvernd“ til að sinna skyldum sínum sem fjölmiðli í lýðræðissamfélagi. Helgar þá tilgangurinn meðalið? Hvernig gagnast það lýðræði að Kastljós beri á borð dylgjur og ósannindi um lögbrot fyrirtækja og láti þar við sitja? Kastljós RÚV fór með falsfréttir og stærði sig meira að segja af því að vera gerandi í „rannsókn“ á meintum lögbrotum. Ekkert stendur nú eftir nema skömm RÚV og Seðlabankans. Kastljós hefur enga tilburði sýnt til að segja frá því sem sannara reyndist og því síður biðjast velvirðingar á vinnubrögðum sínum. Við getum þrátt fyrir allt prísað okkur sæl yfir því að lögregla og dómstólar stóðu í lappirnar. Þökk sé líka forsætisráðherra og nýjum seðlabankastjóra fyrir að láta ekki fyrri seðlabankastjóra komast upp með að leyna upplýsingum um skandalinn. Sérstaklega ber að þakka að jafnframt því sem forsætisráðherra vísaði málinu til lögreglu voru opinberuð skjöl sem staðfesta sameiginlega og grófa misbeitingu valds í Efstaleiti og við Kalkofnsveg.Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar