Formúla 1

Hamilton heimsmeistari í sjötta sinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lewis Hamilton fagnaði heimsmeistaratitli í Texas
Lewis Hamilton fagnaði heimsmeistaratitli í Texas vísir/getty

Lewis Hamilton er heimsmeistari í Formúlu 1 í sjötta sinn eftir að hafa lent í öðru sæti í kappakstrinum í Texas.

Liðsfélagi Hamilton á Mercedes, Valtteri Bottas, vann kappaksturinn eftir að hafa tekið fram úr Hamilton undir lok keppninnar. Bottas var á ráspól eftir að hafa staðið sig best í tímatökunni.

Max Verstappen á Red Bull varð þriðji en Sebastian Vettel kláraði ekki keppnina þar sem bíll hans bilaði.

Hamilton er aðeins annar ökuþórinn í sögunni til þess að vinna heimsmeistaratitilinn sex sinnum. Hann vantar nú aðeins einn titil til þess að jafna met Michael Schumacher.

Þetta er þriðja árið í röð sem Hamilton verður heimsmeistari og fimmti titill hans með Mercedes. Fyrsta titilinn vann hann með McLaren árið 2008.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.