Körfubolti

Óþekktur nýliði kom Golden State til bjargar á afmælinu sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Paschall er leikmaður Golden State Warriors og var frábær í nótt.
Eric Paschall er leikmaður Golden State Warriors og var frábær í nótt. Getty/Ezra Shaw

Ný stjarna er mögulega að fæðast hjá Golden State Warriors eftir ótrúlega frammistöðu nýliða þegar liðið þurftu á öllu hans að halda í miklum meiðslavandræðum sínum.  

Golden State Warriors vann óvæntan sigur á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í nótt. Þetta hljómar kannski skrýtið í augum margra en þeir ættu þá að sjá meiðslalista Warriors liðsins í leiknum.

Golden State liðið missti Kevin Durant til Brooklyn í sumar og Klay Thompson í heilsársmeiðsli. Í ofanálag þá eru þeir Stephen Curry, Draymond Green og D'Angelo Russell allir meiddir í dag. Golden State var síðan aðeins búið að vinna einn af fyrstu sex leikjum sínum.  'Warriors liðinu tókst samt engu að síður að vinna 127-118 á Portland í nótt og því má þakka magnaðri frammistöðu afmælisbarnsins í liðinu.

Nýliðinn Eric Paschall hélt upp á 23 ára afmælisdaginn sinn í gær en Golden State Warriors valdi hann númer 41 í nýliðavalinu síðasta sumar.

Eric Paschall var magnaður með 34 stig og 13 fráköst í leiknum. Hann hefur þar með skorað 79 stig í fyrstu þremur leikjum sínum í byrjunarliði. Sá eini sem hefur náð því var Jeremy Lin með New York Knicks í febrúar 2012.
Það er ekki aðeins að Eric Paschall er nýliði heldur líka að hversu seint hann var valinn í nýliðavalinu.

Eric Paschall varð nefnilega fyrsti nýliðinn frá árinu 1994 sem nær að skora 34 stig og taka 10 fráköst í NBA-deildinni eftir að hafa verið valinn í annarri umferð en ekki í þeirri fyrstu.

Eric Paschall var einnig í byrjunarliðinu á móti Phoenix Suns (20 stig), Charlotte Hornets (25 stig) og Portland (34 stig).

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.