Öfgasinnar endurspegla ekki háskólasamfélagið Muhammed Emin Kizilkaya skrifar 6. nóvember 2019 19:47 Hópur af nýnasistum hafa verið á síðustu dögum að dreifa hatursáróðri um háskólasvæðið, m.a. að dreifa einblöðungum á stúdentagörðunum og í byggingar háskólans. Háskóli Íslands er staður sem fagnar fjölbreytileikanum og er um 10% af nemendum skólans af erlendu bergi brotinn, þar á meðal ég. Þar sem ég sjálfur er múslimi í minnihlutahóp og ber nafnið Muhammed, leyfist mér að segja að þessi gjörningur er ekki einungis sorglegur heldur hryllir manni líka við honum þar sem þetta minnir okkur á það hvernig hugsunarháttur tíðkaðist í Evrópu árum áður. Sjálfur veit ég að stúdentahreyfingin Vaka sem ég hef verið meðlimur í síðan 2016 fordæmir þennan gjörning, einnig veit ég að vinir mínir í Röskvu gera það líka. Þetta er eitthvað sem varðar alla stúdenta og þurfum við þess vegna að taka öll á þessu saman og mótmæla þessum hatursfullu skilaboðum. Hið þversagnakennda við þetta atvik í heild sinni er að þessum áróðri hefur verið dreift um svæði þar sem erlendir nemendur dvelja, til dæmis í kringum Stúdentagarðana. Þessir erlendu nemendur koma víðs vegar að úr heiminum og fá því afar skakka hugmynd af því hvað Íslendingar standa fyrir. Í Háskóla Íslands eru yfir 1000 erlendir nemendur en nú hafa bæði erlendir og innlendir nemendur fordæmt þennan áróður, þá sérstaklega í hópnum Alþjóðlegir námsmenn við Háskóla Íslands (International Students at the University of Iceland) þar sem ég er meðal annars stjórnandi. Þessi áróður táknar ekki það sem Ísland stendur fyrir, né háskólasamfélagið eða Íslendingar almennt. Áróðurinn táknar heldur ekki jákvætt viðhorf til friðar eða samstöðu. Þessi áróður hefur skýr skilaboð um vilja til aðgreiningar, hatur og öfgafull hugsýn um framtíð Íslands. Við í Vöku fordæmum þessar aðgerðir á alla vegu! Við í Vöku viðurkennum ekki svona áróður, hvort sem það sé fyrir innan eða utan veggja háskólans þar sem þetta fellur ekki undir siðferðislegt málfrelsi. Þetta fellur undir hatursorðræðu sem hvetur til aðgreiningar og ofbeldis. Þessi áróður er framsetning á fáfræði og einangrun frá samfélagslegum veruleika og það er eitthvað sem Vaka stendur alls ekki fyrir. Við viljum biðja nemendur Háskóla Íslands að hafa samband við fulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands ef þeir telja sig hafa orðið fyrir áhrifum tiltekins atviks, þar sem þetta er algjörlega ólíðandi. Við búum í nútímasamfélagi þar sem ekki á að skipta máli hvaðan þú kemur, hverrar trúar eða kynþáttar þú ert. Við búum öll saman í þessu samfélagi þar sem fjölbreytileiki er óhjákvæmilegur og verður hann það alltaf. Þessi litli hópur sem samanstendur af öfgafullum ódæðismönnum og vinnur að því um allan heim að koma á aðgreiningu með valdi og ofbeldi stendur fyrir skoðanir sem að almenningur mun aldrei endurspegla.Höfundur er meðlimur í Vöku - hagsmunafélagi stúdenta Hér að neðan má sjá dæmi um áðurnefndan áróður sem dreift hefur verið um háskólasvæðið.Skjáskot/FacebookMynd/Vaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Hópur af nýnasistum hafa verið á síðustu dögum að dreifa hatursáróðri um háskólasvæðið, m.a. að dreifa einblöðungum á stúdentagörðunum og í byggingar háskólans. Háskóli Íslands er staður sem fagnar fjölbreytileikanum og er um 10% af nemendum skólans af erlendu bergi brotinn, þar á meðal ég. Þar sem ég sjálfur er múslimi í minnihlutahóp og ber nafnið Muhammed, leyfist mér að segja að þessi gjörningur er ekki einungis sorglegur heldur hryllir manni líka við honum þar sem þetta minnir okkur á það hvernig hugsunarháttur tíðkaðist í Evrópu árum áður. Sjálfur veit ég að stúdentahreyfingin Vaka sem ég hef verið meðlimur í síðan 2016 fordæmir þennan gjörning, einnig veit ég að vinir mínir í Röskvu gera það líka. Þetta er eitthvað sem varðar alla stúdenta og þurfum við þess vegna að taka öll á þessu saman og mótmæla þessum hatursfullu skilaboðum. Hið þversagnakennda við þetta atvik í heild sinni er að þessum áróðri hefur verið dreift um svæði þar sem erlendir nemendur dvelja, til dæmis í kringum Stúdentagarðana. Þessir erlendu nemendur koma víðs vegar að úr heiminum og fá því afar skakka hugmynd af því hvað Íslendingar standa fyrir. Í Háskóla Íslands eru yfir 1000 erlendir nemendur en nú hafa bæði erlendir og innlendir nemendur fordæmt þennan áróður, þá sérstaklega í hópnum Alþjóðlegir námsmenn við Háskóla Íslands (International Students at the University of Iceland) þar sem ég er meðal annars stjórnandi. Þessi áróður táknar ekki það sem Ísland stendur fyrir, né háskólasamfélagið eða Íslendingar almennt. Áróðurinn táknar heldur ekki jákvætt viðhorf til friðar eða samstöðu. Þessi áróður hefur skýr skilaboð um vilja til aðgreiningar, hatur og öfgafull hugsýn um framtíð Íslands. Við í Vöku fordæmum þessar aðgerðir á alla vegu! Við í Vöku viðurkennum ekki svona áróður, hvort sem það sé fyrir innan eða utan veggja háskólans þar sem þetta fellur ekki undir siðferðislegt málfrelsi. Þetta fellur undir hatursorðræðu sem hvetur til aðgreiningar og ofbeldis. Þessi áróður er framsetning á fáfræði og einangrun frá samfélagslegum veruleika og það er eitthvað sem Vaka stendur alls ekki fyrir. Við viljum biðja nemendur Háskóla Íslands að hafa samband við fulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands ef þeir telja sig hafa orðið fyrir áhrifum tiltekins atviks, þar sem þetta er algjörlega ólíðandi. Við búum í nútímasamfélagi þar sem ekki á að skipta máli hvaðan þú kemur, hverrar trúar eða kynþáttar þú ert. Við búum öll saman í þessu samfélagi þar sem fjölbreytileiki er óhjákvæmilegur og verður hann það alltaf. Þessi litli hópur sem samanstendur af öfgafullum ódæðismönnum og vinnur að því um allan heim að koma á aðgreiningu með valdi og ofbeldi stendur fyrir skoðanir sem að almenningur mun aldrei endurspegla.Höfundur er meðlimur í Vöku - hagsmunafélagi stúdenta Hér að neðan má sjá dæmi um áðurnefndan áróður sem dreift hefur verið um háskólasvæðið.Skjáskot/FacebookMynd/Vaka
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun