Sport

Rakaði sig tvisvar í sama leiknum | Fékk skilaboð frá Macaulay Culkin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi glæsilega motta skilaði ekki sigri að þessu sinni.
Þessi glæsilega motta skilaði ekki sigri að þessu sinni. vísir/getty

Leikstjórnandi NFL-liðsins Cleveland Browns, Baker Mayfield, er vinsæll í bandarísku íþróttalífi enda sérstakur karakter.

Hann fór mjög frumlega leið í síðasta leik Browns er hann vakti athygli fyrir að raka sig ekki einu sinni heldur tvisvar.

Mayfield mætti fúlskeggjaður til leiks í Denver en þegar út á völlinn var komið var hann kominn með skegg í anda James Hetfield, söngvara Metallica.Eftir leikinn var hann síðan mættur með grjótharða mottu og þótti minna á karakter Daniel Stern í Home Alone enda jakkinn í þeim anda.

Macaulay Culkin, stjarna Home Alone, hafði gaman af þessu og sendi Baker skilaboð þess efnis að hann væri klár í slaginn.Mayfield sagði að hann hefði ekki enn tapað með Hetfield-mottuna en þar sem leikurinn tapaðist hefði hann ekki átt skilið að halda henni. Því fór hann í gömlu, góðu hormottuna.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.